Áhrifamiklir Ísraelar vildu sölsa undir sig .is lénið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2014 13:58 Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri ISNIC. Á fundi umhverfs- og samgöngunefndar Alþingis í morgun kom fram að áhrifamiklir og fjársterkir aðilar frá Ísrael reyndu að fá lénið .is skráð á Ísrael. Á fundinum fullyrti einn gestur nefndarinnar þetta; Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Fyrirtækið ISNIC sér um skráningu léna með endinguna .is, sem er auðkenni Íslands á netinu. Ísrael er aftur á móti með endinguna .il, en Jens segir að áhrifamenn hafi einmitt viljað breyta því. Lokun forsvarsmanna ISNIC á lén sem keypt voru af samtökunum Íslamska ríkið var til umræðu á fundinum og var Jens einn af fjórum fulltrúum ISNIC. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, spurði forsvarsmenn fyrirtækisins hvort þeir hefðu farið yfir landslög og fundið réttlætingu á ákvörðun á loka léninu þar. Hann sagði einnig að fólk hræddist mjög takmörkun á frelsi netsins eins og Kínverjar væru með. Steindór Dan Jensen, lögfræðingur ISNIC, sagði að menn innan fyrirtækisins hefðu vissulega kynnt sér landslög og vísaði í nokkrar greinar. Jens sagði að það væri ekki stefna fyrirtækisins að loka lénum. Hann sagði ákvörðunina algjörlega fordæmalausa. Hann sagði að stefna fyrirtækisins væri að verja lén með endingunni .is, sem væri auðkenni Íslands á netinu. Hann sagði að stefna Íslamska ríkisins (sem á ensku er kallað Islamic State og skamstafað IS) hafi verið að láta líta út fyrir að .is væri auðkenni samtakanna. Slíkt myndi rýra gildi .is lénsins. Hann benti á að áður hafi þetta verið reynt: „Mikið af mikilvægu fólki frá Ísrael hafði samband við okkur og ætlaði að markaðsetja .is fyrir Ísrael. Við stóðum bara fastir í fæturnar.“ Á fundinum kom fram að það taki langan tíma fyrir ríki að fá útlhutað lénum og þau þurfi að verja og vernda. Og var það hluti útskýringa sem forsvarsmenn ISNIC notuðu til þess að réttlæta þá ákvörðun að loka á Íslamska ríkið, eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06 Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 „Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Á fundi umhverfs- og samgöngunefndar Alþingis í morgun kom fram að áhrifamiklir og fjársterkir aðilar frá Ísrael reyndu að fá lénið .is skráð á Ísrael. Á fundinum fullyrti einn gestur nefndarinnar þetta; Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC. Fyrirtækið ISNIC sér um skráningu léna með endinguna .is, sem er auðkenni Íslands á netinu. Ísrael er aftur á móti með endinguna .il, en Jens segir að áhrifamenn hafi einmitt viljað breyta því. Lokun forsvarsmanna ISNIC á lén sem keypt voru af samtökunum Íslamska ríkið var til umræðu á fundinum og var Jens einn af fjórum fulltrúum ISNIC. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar, spurði forsvarsmenn fyrirtækisins hvort þeir hefðu farið yfir landslög og fundið réttlætingu á ákvörðun á loka léninu þar. Hann sagði einnig að fólk hræddist mjög takmörkun á frelsi netsins eins og Kínverjar væru með. Steindór Dan Jensen, lögfræðingur ISNIC, sagði að menn innan fyrirtækisins hefðu vissulega kynnt sér landslög og vísaði í nokkrar greinar. Jens sagði að það væri ekki stefna fyrirtækisins að loka lénum. Hann sagði ákvörðunina algjörlega fordæmalausa. Hann sagði að stefna fyrirtækisins væri að verja lén með endingunni .is, sem væri auðkenni Íslands á netinu. Hann sagði að stefna Íslamska ríkisins (sem á ensku er kallað Islamic State og skamstafað IS) hafi verið að láta líta út fyrir að .is væri auðkenni samtakanna. Slíkt myndi rýra gildi .is lénsins. Hann benti á að áður hafi þetta verið reynt: „Mikið af mikilvægu fólki frá Ísrael hafði samband við okkur og ætlaði að markaðsetja .is fyrir Ísrael. Við stóðum bara fastir í fæturnar.“ Á fundinum kom fram að það taki langan tíma fyrir ríki að fá útlhutað lénum og þau þurfi að verja og vernda. Og var það hluti útskýringa sem forsvarsmenn ISNIC notuðu til þess að réttlæta þá ákvörðun að loka á Íslamska ríkið, eins og kom fram á Vísi fyrr í dag.
Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06 Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 „Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00
Forsvarsmenn ISNIC tiltóku ýmsar ástæður fyrir að loka á íslamska ríkið Stjórnarformaður talaði um viðskiptahagsmuni og lögfræðingurinn um reglur fyrirtækisins. 20. október 2014 13:06
Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. 13. október 2014 14:45
Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58
ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47
ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16
„Ekkert tengt þessum hryðjuverkasamtökum“ Eigandi isis.is segist ekki hafa fengið fyrirspurnir frá samtökunum Íslamska ríkið. 14. október 2014 10:31