Innlent

Brestir fara í loftið 20. október

Brestir - öðruvísi heimildaþáttur fréttastofu fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 20. október.

Í þáttunum rýna forvitnir umsjónarmenn í bresti samfélagsins, gægjast undir yfirborðið og fylgjast með því sem fram fer fyrir luktum dyrum. Þeir fara með myndavélar þangað sem fréttamenn fara að jafnaði ekki og spjalla við fólk sem sjaldan sést í mynd.

Rýnt verður í hætturnar á djamminu, fylgst með hugsjónafólki á gráu svæði, lífinu á Hrauninu en við spyrjum líka: er íslenskan í útrýmingarhættu?

Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og leikstjóri er Gaukur Úlfarsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×