Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 09:30 Geir Þorsteinsson réð Lars Lagerbäck til starfa í október 2011. vísir/daníel/anton Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru í 28. sæti á nýjum FIFA-lista sem gefinn var út í morgun, en Ísland er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum í fyrsta skipti í sögunni. Ísland hefur hækkað sig um 103 sæti frá því í apríl 2012 eftir fyrstu tvo leiki Lars Lagerbäcks í starfi landsliðsþjálfara, en hann og HeimirHallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri saman. Íslenska liðið er í efsta sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig eða fullt hús eftir flotta sigra á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum. Þá á Ísland enn eftir að fá á sig mark. Það liggur ljóst fyrir að ráðningin á Lars Lagerbäck eru kaflaskil í íslenskri knattspyrnusögu og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eðlilega hæstánægður með sinn mann. „Ég held að ráðningin á Lars sé ein af þeim farsælli ákvörðunum sem við höfum tekið. Ég veit ekki hvort hún er sú besta, en jú, segjum það bara. Hún er sú besta í dag,“ sagði Geir í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Geir var þá í sjöunda himni eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi, en strákarnir okkar skelltu bronsliði HM og allir vita á Laugardalsvellinum. Formaðurinn sagðist hafa fastmótaðar hugmyndir um hverja hann vildi fá inn í landsliðsstarfið og réð aðstoðarmanninn í raun áður en hann réð aðalþjálfarann. „Ég var búinn að tala við Heimi Hallgrímsson og biðja hann um að koma að starfinu. Það gerði ég þegar hann sagðist ætla að hætta hjá ÍBV. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvern ég vildi fá í starfið. Ég tel ráðninguna á Heimi líka mjög farsæla ákvörðun. Þeir vinna vel saman,“ sagði Geir. Fleiri menn voru orðaðir við starfið á sínum tíma, menn á borð við Bretana SteveCoppell og Roy Keane. „Ég ræddi ekki við Steve Coppell, en ég fundaði með Roy Keane. Í mínum huga var það alveg ljós að Lars var númer eitt. Það var líka því ég hef kynnst honum í gegnum mitt starf,“ sagði Geir. „Eftir að Lars lét vita að hann hefði áhuag á starfinu var þetta bara spurning um fjárhagslegu hliðina þá var þetta ekki spurning og hún gekk upp,“ sagði Geir Þorsteinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru í 28. sæti á nýjum FIFA-lista sem gefinn var út í morgun, en Ísland er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum í fyrsta skipti í sögunni. Ísland hefur hækkað sig um 103 sæti frá því í apríl 2012 eftir fyrstu tvo leiki Lars Lagerbäcks í starfi landsliðsþjálfara, en hann og HeimirHallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri saman. Íslenska liðið er í efsta sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig eða fullt hús eftir flotta sigra á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum. Þá á Ísland enn eftir að fá á sig mark. Það liggur ljóst fyrir að ráðningin á Lars Lagerbäck eru kaflaskil í íslenskri knattspyrnusögu og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eðlilega hæstánægður með sinn mann. „Ég held að ráðningin á Lars sé ein af þeim farsælli ákvörðunum sem við höfum tekið. Ég veit ekki hvort hún er sú besta, en jú, segjum það bara. Hún er sú besta í dag,“ sagði Geir í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Geir var þá í sjöunda himni eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi, en strákarnir okkar skelltu bronsliði HM og allir vita á Laugardalsvellinum. Formaðurinn sagðist hafa fastmótaðar hugmyndir um hverja hann vildi fá inn í landsliðsstarfið og réð aðstoðarmanninn í raun áður en hann réð aðalþjálfarann. „Ég var búinn að tala við Heimi Hallgrímsson og biðja hann um að koma að starfinu. Það gerði ég þegar hann sagðist ætla að hætta hjá ÍBV. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvern ég vildi fá í starfið. Ég tel ráðninguna á Heimi líka mjög farsæla ákvörðun. Þeir vinna vel saman,“ sagði Geir. Fleiri menn voru orðaðir við starfið á sínum tíma, menn á borð við Bretana SteveCoppell og Roy Keane. „Ég ræddi ekki við Steve Coppell, en ég fundaði með Roy Keane. Í mínum huga var það alveg ljós að Lars var númer eitt. Það var líka því ég hef kynnst honum í gegnum mitt starf,“ sagði Geir. „Eftir að Lars lét vita að hann hefði áhuag á starfinu var þetta bara spurning um fjárhagslegu hliðina þá var þetta ekki spurning og hún gekk upp,“ sagði Geir Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Sjá meira
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15