Erlent

Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Yfirvöld í Malí hafa staðfest að fyrsta ebólutilfellið hafi komið upp þar í landi. Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. Rúmlega 4.800 manns hafa látið lífið vegna ebóluveirunnar og þá sérstaklega í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.

Heilbrigðisráðherra Mali sagði í sjónvarpsávarpi í gær að stúlkan væri nú undir læknahöndum. Þá væri búið að einangra alla sem hafi umgengst hana. Samkvæmt BBC dó móðir stúlkunnar í Gíneu fyrir nokkrum vikum og ættingjar náðu í hana til Malí.

Malí er sjötta landið þar sem ebólan kemur upp í í Vestur-Afríku. Þrátt fyrir það hefur baráttan gegn veirunni unnist í Senegal og Nígeríu.

Alþjóðlegt teymi vísindamanna vinna nú að því að kanna hvort hægt sé að nota blóð þeirra sem hafi smitast af ebólu og lifað af, til að hjálpa smituðum. Vonast er til að þannig sé hægt að færa mótefni á milli fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×