Innlent

Óttast að verkfallið standi í nokkrar vikur

Hjörtur Hjartarson skrifar
Formaður læknafélags Íslands segir að ef lög verða sett á verkfallsaðgerðir lækna muni það hafa mjög slæmar afleiðingar í för með sér. Læknaflótti muni aukast og enn færri snúi heim. Örtröð myndaðist á læknavaktinni í Kópavogi síðdegis.

Verkfallsaðgerðir lækna hófst á miðnætti og standa til miðnættis annaðkvöld. Þá lögðu niður störf læknar á rannsóknarsviði Landspítalans og Kvenna og barnasviði sem og hjá heilsugæslustofnunum um allt land.

Það var tómlegt um að litast á heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu í dag enda aðeins einn yfirlæknir á vakt sem sinnir einungis bráðatilfellum.

Sama á við um Landspítalann þar sem tugum aðgerða hefur verið frestað. Að öðru leyti hefur allt gengið vel fyrir sig.

„Ég ræddi við lækna sem voru á verkfallsvakt fyrir okkur í morgun, bæði á heilsugæslustöðvum og niðri á Landspítala og ég held, í öllum aðalatriðum, gengið vel fyrir sig,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.

Sjúklingum geta enn farið á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingar meta hvert tilfelli fyrir sig. Umferðin var nokkuð róleg þar fram eftir degi og fengu allir sem þangað komu viðtal við lækni. Ljóst er þó að verkfallið hefur töluverð óþægindi í för með sér fyrir marga.

Það kom bersýnilega í ljós þegar læknavaktin í Kópavogi var opnuð klukkan fimm síðdegis. Þar myndaðist örtröð þegar fólk reyndi að verða sér úti um læknisþjónustu. Áætlað er að heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu þjóni um fimm þúsund manns á dag og var hluti þeirra mættur í Kópavoginn áðan.





Á sama tíma hittustu deiluaðilar hjá ríkissáttasemjara. Ekki ríkti mikil bjartsýni fyrir fundinn að hann myndi skila miklu.



„En fyrst verkfallið er byrjað þá er auðvitað viðbúið að það standi í einhverja daga eða vikur.“

Ekki hefur komist til tals að setja lög á verkfallsaðgerðirnar en Þorbjörn telur að slíkt myndi auka á læknaflóttann frá landinu.

„Jú, ég held að það sé ljóst. Þetta myndi líka festa það í sessi að læknar sem lokið hafa sínu sérnámi erlendis og eru þannig séð, tilbúnir til að flytja til landsins, að þeir munu ekki gera það vegna þess að kjörin eru allt of lök til að menn leggi í það,“ segir Þorbjörn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×