Fótbolti

Maradona lamdi unnustuna | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter
Fjölmiðlar í Argentínu hafa nú birt myndband þar sem Diego Maradona sést lemja til Rocio Oliva, fyrrum unnustu sinnar.

Myndbandið talar sínu máli en Maradona, sem er greinilega drukkinn, virðist slá tvívegis til hennar á myndbandinu. Samkvæmt fjölmiðlum ytra var hann óánægður með að hún hafi verið í símanum sínum en Oliva notaði símann til að taka upp atvikið.

Maradona og Oliva hættu fyrst saman í júní síðastliðnum og fóru þá mikinn í fjölmiðlum í Argentínu. Hún sakaði Maradona um heimilisofbeldi og sagðist hafa sannanir fyrir því. Parið tók svo aftur saman en slitu því svo á ný.

Maradona er talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma en hefur margoft komist í fréttir fyrir ýmislegt misjafnt utan vallar undanfarna áratugi.

Á Twitter-síðu Oliva má sjá myndir af henni með Maradona. Spænska blaðið El Mundo fjallaði einnig um málið á vefsíðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×