Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 10. október 2014 12:59 Ólafur Karl Finsen í baráttunni við Alexander Scholz. Vísir/Daníel Leikur Danmerkur og Íslands var grútleiðinlegur en það skipti engu máli því íslenska liðið náði þeim úrslitum sem það ætlaði sér. Markalaust jafntefli í fyrri leiknum gegn sterku liði Dana og því er okkar lið í góðum möguleika í seinni leiknum. Íslenska liðið hóf leikinn ágætlega en heimamenn tóku leikinn fljótlega yfir og hófu að þjarma að íslenska liðinu. Lungi fyrri hálfleiks fór fram á vallarhelmingi íslenska liðsins en það var viðbúið. Það var líka allt í lagi því strákarnir vörðust fimlega og Danirnir sköpuðu lítið af færum. Besta færi Dana kom seint í hálfleiknum er fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Alexander Scholz, átti frábæra sendingu á Lasse Christensen en skot hans var lélegt og sigdli yfir markið. Danir skoruðu rétt fyrir hlé en aukaspyrna dæmd á þá. Fyrir litlar sakir að því er virtist en við kvörtum ekki yfir því. Strákarnir voru að sama skapi fljótir fram er þeir fengu tækifæri til þess að sækja hratt en færin voru af skornum skammti. Liðið var heldur ekki að ná að nýta föstu leikatriði sem skildi. Engu að síður var gott að fara með 0-0 til búningsherbergja. Danir héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og íslenska liðið lá í skotgröfunum. Liðið sem fyrr að verjast vel en smá fát í að hreinsa frá en strákarnir sluppu með skrekkinn. Danir reyndu að toga og teygja íslensku vörnina en með frekar takmörkuðum árangri. Þegar þeir reyndu síðan langskot þá voru þeir ekki nærri því að skora. Þetta var að spilast eins og íslenska liðið vildi. Það dró svo úr sóknarþunganum eftir því sem leið á hálfleikinn. Danir áttu engin svör við varnarmúr íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á því að sækja. Oft var bara neglt fram án þess að athuga hvort það væri maður í blárri treyju á svæðinu. Maður myndi ætla að þetta lið gæti meira fram á við en þetta er víst 180 mínútna rimma. Það var brjáluð vinnsla í íslenska liðinu í leiknum. Menn gríðarlega duglegir og fórnuðu sér í allt. Liðið mjög þétt og miðverðirnir líklega með hausverk eftir að hafa skallað alla þessa bolta í burtu. Fyrri hálfleikur í rimmunni búinn og Íslandí fínni stöðu. Nú er það strákanna að sýna að þeir geti líka sótt gegn þessu danska liði. Fótbolti Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Leikur Danmerkur og Íslands var grútleiðinlegur en það skipti engu máli því íslenska liðið náði þeim úrslitum sem það ætlaði sér. Markalaust jafntefli í fyrri leiknum gegn sterku liði Dana og því er okkar lið í góðum möguleika í seinni leiknum. Íslenska liðið hóf leikinn ágætlega en heimamenn tóku leikinn fljótlega yfir og hófu að þjarma að íslenska liðinu. Lungi fyrri hálfleiks fór fram á vallarhelmingi íslenska liðsins en það var viðbúið. Það var líka allt í lagi því strákarnir vörðust fimlega og Danirnir sköpuðu lítið af færum. Besta færi Dana kom seint í hálfleiknum er fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Alexander Scholz, átti frábæra sendingu á Lasse Christensen en skot hans var lélegt og sigdli yfir markið. Danir skoruðu rétt fyrir hlé en aukaspyrna dæmd á þá. Fyrir litlar sakir að því er virtist en við kvörtum ekki yfir því. Strákarnir voru að sama skapi fljótir fram er þeir fengu tækifæri til þess að sækja hratt en færin voru af skornum skammti. Liðið var heldur ekki að ná að nýta föstu leikatriði sem skildi. Engu að síður var gott að fara með 0-0 til búningsherbergja. Danir héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og íslenska liðið lá í skotgröfunum. Liðið sem fyrr að verjast vel en smá fát í að hreinsa frá en strákarnir sluppu með skrekkinn. Danir reyndu að toga og teygja íslensku vörnina en með frekar takmörkuðum árangri. Þegar þeir reyndu síðan langskot þá voru þeir ekki nærri því að skora. Þetta var að spilast eins og íslenska liðið vildi. Það dró svo úr sóknarþunganum eftir því sem leið á hálfleikinn. Danir áttu engin svör við varnarmúr íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á því að sækja. Oft var bara neglt fram án þess að athuga hvort það væri maður í blárri treyju á svæðinu. Maður myndi ætla að þetta lið gæti meira fram á við en þetta er víst 180 mínútna rimma. Það var brjáluð vinnsla í íslenska liðinu í leiknum. Menn gríðarlega duglegir og fórnuðu sér í allt. Liðið mjög þétt og miðverðirnir líklega með hausverk eftir að hafa skallað alla þessa bolta í burtu. Fyrri hálfleikur í rimmunni búinn og Íslandí fínni stöðu. Nú er það strákanna að sýna að þeir geti líka sótt gegn þessu danska liði.
Fótbolti Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira