Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 10. október 2014 12:59 Ólafur Karl Finsen í baráttunni við Alexander Scholz. Vísir/Daníel Leikur Danmerkur og Íslands var grútleiðinlegur en það skipti engu máli því íslenska liðið náði þeim úrslitum sem það ætlaði sér. Markalaust jafntefli í fyrri leiknum gegn sterku liði Dana og því er okkar lið í góðum möguleika í seinni leiknum. Íslenska liðið hóf leikinn ágætlega en heimamenn tóku leikinn fljótlega yfir og hófu að þjarma að íslenska liðinu. Lungi fyrri hálfleiks fór fram á vallarhelmingi íslenska liðsins en það var viðbúið. Það var líka allt í lagi því strákarnir vörðust fimlega og Danirnir sköpuðu lítið af færum. Besta færi Dana kom seint í hálfleiknum er fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Alexander Scholz, átti frábæra sendingu á Lasse Christensen en skot hans var lélegt og sigdli yfir markið. Danir skoruðu rétt fyrir hlé en aukaspyrna dæmd á þá. Fyrir litlar sakir að því er virtist en við kvörtum ekki yfir því. Strákarnir voru að sama skapi fljótir fram er þeir fengu tækifæri til þess að sækja hratt en færin voru af skornum skammti. Liðið var heldur ekki að ná að nýta föstu leikatriði sem skildi. Engu að síður var gott að fara með 0-0 til búningsherbergja. Danir héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og íslenska liðið lá í skotgröfunum. Liðið sem fyrr að verjast vel en smá fát í að hreinsa frá en strákarnir sluppu með skrekkinn. Danir reyndu að toga og teygja íslensku vörnina en með frekar takmörkuðum árangri. Þegar þeir reyndu síðan langskot þá voru þeir ekki nærri því að skora. Þetta var að spilast eins og íslenska liðið vildi. Það dró svo úr sóknarþunganum eftir því sem leið á hálfleikinn. Danir áttu engin svör við varnarmúr íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á því að sækja. Oft var bara neglt fram án þess að athuga hvort það væri maður í blárri treyju á svæðinu. Maður myndi ætla að þetta lið gæti meira fram á við en þetta er víst 180 mínútna rimma. Það var brjáluð vinnsla í íslenska liðinu í leiknum. Menn gríðarlega duglegir og fórnuðu sér í allt. Liðið mjög þétt og miðverðirnir líklega með hausverk eftir að hafa skallað alla þessa bolta í burtu. Fyrri hálfleikur í rimmunni búinn og Íslandí fínni stöðu. Nú er það strákanna að sýna að þeir geti líka sótt gegn þessu danska liði. Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Leikur Danmerkur og Íslands var grútleiðinlegur en það skipti engu máli því íslenska liðið náði þeim úrslitum sem það ætlaði sér. Markalaust jafntefli í fyrri leiknum gegn sterku liði Dana og því er okkar lið í góðum möguleika í seinni leiknum. Íslenska liðið hóf leikinn ágætlega en heimamenn tóku leikinn fljótlega yfir og hófu að þjarma að íslenska liðinu. Lungi fyrri hálfleiks fór fram á vallarhelmingi íslenska liðsins en það var viðbúið. Það var líka allt í lagi því strákarnir vörðust fimlega og Danirnir sköpuðu lítið af færum. Besta færi Dana kom seint í hálfleiknum er fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Alexander Scholz, átti frábæra sendingu á Lasse Christensen en skot hans var lélegt og sigdli yfir markið. Danir skoruðu rétt fyrir hlé en aukaspyrna dæmd á þá. Fyrir litlar sakir að því er virtist en við kvörtum ekki yfir því. Strákarnir voru að sama skapi fljótir fram er þeir fengu tækifæri til þess að sækja hratt en færin voru af skornum skammti. Liðið var heldur ekki að ná að nýta föstu leikatriði sem skildi. Engu að síður var gott að fara með 0-0 til búningsherbergja. Danir héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og íslenska liðið lá í skotgröfunum. Liðið sem fyrr að verjast vel en smá fát í að hreinsa frá en strákarnir sluppu með skrekkinn. Danir reyndu að toga og teygja íslensku vörnina en með frekar takmörkuðum árangri. Þegar þeir reyndu síðan langskot þá voru þeir ekki nærri því að skora. Þetta var að spilast eins og íslenska liðið vildi. Það dró svo úr sóknarþunganum eftir því sem leið á hálfleikinn. Danir áttu engin svör við varnarmúr íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á því að sækja. Oft var bara neglt fram án þess að athuga hvort það væri maður í blárri treyju á svæðinu. Maður myndi ætla að þetta lið gæti meira fram á við en þetta er víst 180 mínútna rimma. Það var brjáluð vinnsla í íslenska liðinu í leiknum. Menn gríðarlega duglegir og fórnuðu sér í allt. Liðið mjög þétt og miðverðirnir líklega með hausverk eftir að hafa skallað alla þessa bolta í burtu. Fyrri hálfleikur í rimmunni búinn og Íslandí fínni stöðu. Nú er það strákanna að sýna að þeir geti líka sótt gegn þessu danska liði.
Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira