Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 10. október 2014 12:59 Ólafur Karl Finsen í baráttunni við Alexander Scholz. Vísir/Daníel Leikur Danmerkur og Íslands var grútleiðinlegur en það skipti engu máli því íslenska liðið náði þeim úrslitum sem það ætlaði sér. Markalaust jafntefli í fyrri leiknum gegn sterku liði Dana og því er okkar lið í góðum möguleika í seinni leiknum. Íslenska liðið hóf leikinn ágætlega en heimamenn tóku leikinn fljótlega yfir og hófu að þjarma að íslenska liðinu. Lungi fyrri hálfleiks fór fram á vallarhelmingi íslenska liðsins en það var viðbúið. Það var líka allt í lagi því strákarnir vörðust fimlega og Danirnir sköpuðu lítið af færum. Besta færi Dana kom seint í hálfleiknum er fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Alexander Scholz, átti frábæra sendingu á Lasse Christensen en skot hans var lélegt og sigdli yfir markið. Danir skoruðu rétt fyrir hlé en aukaspyrna dæmd á þá. Fyrir litlar sakir að því er virtist en við kvörtum ekki yfir því. Strákarnir voru að sama skapi fljótir fram er þeir fengu tækifæri til þess að sækja hratt en færin voru af skornum skammti. Liðið var heldur ekki að ná að nýta föstu leikatriði sem skildi. Engu að síður var gott að fara með 0-0 til búningsherbergja. Danir héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og íslenska liðið lá í skotgröfunum. Liðið sem fyrr að verjast vel en smá fát í að hreinsa frá en strákarnir sluppu með skrekkinn. Danir reyndu að toga og teygja íslensku vörnina en með frekar takmörkuðum árangri. Þegar þeir reyndu síðan langskot þá voru þeir ekki nærri því að skora. Þetta var að spilast eins og íslenska liðið vildi. Það dró svo úr sóknarþunganum eftir því sem leið á hálfleikinn. Danir áttu engin svör við varnarmúr íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á því að sækja. Oft var bara neglt fram án þess að athuga hvort það væri maður í blárri treyju á svæðinu. Maður myndi ætla að þetta lið gæti meira fram á við en þetta er víst 180 mínútna rimma. Það var brjáluð vinnsla í íslenska liðinu í leiknum. Menn gríðarlega duglegir og fórnuðu sér í allt. Liðið mjög þétt og miðverðirnir líklega með hausverk eftir að hafa skallað alla þessa bolta í burtu. Fyrri hálfleikur í rimmunni búinn og Íslandí fínni stöðu. Nú er það strákanna að sýna að þeir geti líka sótt gegn þessu danska liði. Fótbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Leikur Danmerkur og Íslands var grútleiðinlegur en það skipti engu máli því íslenska liðið náði þeim úrslitum sem það ætlaði sér. Markalaust jafntefli í fyrri leiknum gegn sterku liði Dana og því er okkar lið í góðum möguleika í seinni leiknum. Íslenska liðið hóf leikinn ágætlega en heimamenn tóku leikinn fljótlega yfir og hófu að þjarma að íslenska liðinu. Lungi fyrri hálfleiks fór fram á vallarhelmingi íslenska liðsins en það var viðbúið. Það var líka allt í lagi því strákarnir vörðust fimlega og Danirnir sköpuðu lítið af færum. Besta færi Dana kom seint í hálfleiknum er fyrrum leikmaður Stjörnunnar, Alexander Scholz, átti frábæra sendingu á Lasse Christensen en skot hans var lélegt og sigdli yfir markið. Danir skoruðu rétt fyrir hlé en aukaspyrna dæmd á þá. Fyrir litlar sakir að því er virtist en við kvörtum ekki yfir því. Strákarnir voru að sama skapi fljótir fram er þeir fengu tækifæri til þess að sækja hratt en færin voru af skornum skammti. Liðið var heldur ekki að ná að nýta föstu leikatriði sem skildi. Engu að síður var gott að fara með 0-0 til búningsherbergja. Danir héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og íslenska liðið lá í skotgröfunum. Liðið sem fyrr að verjast vel en smá fát í að hreinsa frá en strákarnir sluppu með skrekkinn. Danir reyndu að toga og teygja íslensku vörnina en með frekar takmörkuðum árangri. Þegar þeir reyndu síðan langskot þá voru þeir ekki nærri því að skora. Þetta var að spilast eins og íslenska liðið vildi. Það dró svo úr sóknarþunganum eftir því sem leið á hálfleikinn. Danir áttu engin svör við varnarmúr íslenska liðsins. Íslenska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á því að sækja. Oft var bara neglt fram án þess að athuga hvort það væri maður í blárri treyju á svæðinu. Maður myndi ætla að þetta lið gæti meira fram á við en þetta er víst 180 mínútna rimma. Það var brjáluð vinnsla í íslenska liðinu í leiknum. Menn gríðarlega duglegir og fórnuðu sér í allt. Liðið mjög þétt og miðverðirnir líklega með hausverk eftir að hafa skallað alla þessa bolta í burtu. Fyrri hálfleikur í rimmunni búinn og Íslandí fínni stöðu. Nú er það strákanna að sýna að þeir geti líka sótt gegn þessu danska liði.
Fótbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira