Hátt í ársbið eftir lækni: „Ekki hægt að berjast við þetta kerfi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2014 11:15 „Það liggja fyrir nokkrar beiðnir frá heimilislækni um hjálpartæki hjá Sjúkratryggingum en þeir segja það ekki fullnægjandi,“ segir Hjördís. „Það er bara ekki hægt að berjast við þetta kerfi því alls staðar hleypur maður á veggi. Ástandið er hræðilegt,“ segir hin 26 ára gamla Hjördís Heiða Ásmundsdóttir sem beðið hefur eftir tíma hjá lækni í hátt í 11 mánuði. Líf Hjördísar hefur einkennst af verkjum í tæp tíu ár, eða allt frá því hún átti dóttur sína í nóvember 2004. Hlaut hún taugaskemmdir í kjölfar mænurótarstungu og síðan þá hefur hún átt erfitt með gang og allar daglegar athafnir. Hana vantar hjólastól og öll hjálpartæki sem gera henni kleift að lifa eðlilegu lífi, en til þess að fá slík tæki þarf hún undirskrift frá taugasérfræðingi. Það hefur þó reynst henni þrautinni þyngri. „Það liggja fyrir nokkrar beiðnir frá heimilislækni um hjálpartæki hjá Sjúkratryggingum en þeir segja það ekki fullnægjandi. Ég er búin að fá það staðfest hjá sjúkraþjálfurum, kírópraktorum og fleirum að það er ekkert annað sem kemur til greina en fá hjálpar- og æfingatæki,“ segir Hjördís. Hjördís segir að þrátt fyrir að erfitt sé að viðurkenna það að hún þurfi á hjálpartækjum að halda þá sé það henni lífsnauðsynlegt. „Nágranni minn sá mig brölta út í bíl fyrir tæpu ári síðan og sá það að mig vantaði aðstoð. Hann lánaði mér hjólastól frá eiginkonu hans heitinni, sem var bara blessun. Líf mitt breyttist umtalsvert. Stóllinn er hins vegar of lítill, er gamall og vantar á hann hlífar, haldföng og bremsur.“Nauðsynjar verði að vera í forgangiVerð á hjólastól hleypur á hundruðum þúsunda og er dagleiga á um þúsund krónur. Sú upphæð er ekki á hvers manns færi og segir Hjördís laun sín ekki dekka þann kostnað. Nauðsynjavörur verði að vera í forgangi. „Það sem skiptir máli er að eiga nóg fyrir börnin sín. Miðað við skuldir og annað þá er einfaldlega ekki í boði að taka á mig þennan aukakostnað.“„Heyri ítrekað að ég eigi að bíða eins og allir hinir“ Hjördís segist vera orðin langþreytt á þessari bið en hún á tíma hjá taugasérfræðingi 9.desember næstkomandi. Hún heldur í vonina að fá þá aðstoð sem hún þarf á að halda. „Ég opinbera þetta því ég heyri ítrekað að ég eigi að bíða eins og allir hinir. Þessi setning er föst í hausnum á mér og finnst það svo sárt og sorglegt og finn svo til fyrir alla hina sem þurfa jafnvel líka að skríða um gólfið heima hjá sér. Ég vil að þetta breytist og þetta verður að breytast,“ segir Hjördís og bætir við að hún óski þess að geta loks farið út fyrir hússins dyr með dóttur sinni og horft á hana leika sér og vaxa úr grasi. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Það er bara ekki hægt að berjast við þetta kerfi því alls staðar hleypur maður á veggi. Ástandið er hræðilegt,“ segir hin 26 ára gamla Hjördís Heiða Ásmundsdóttir sem beðið hefur eftir tíma hjá lækni í hátt í 11 mánuði. Líf Hjördísar hefur einkennst af verkjum í tæp tíu ár, eða allt frá því hún átti dóttur sína í nóvember 2004. Hlaut hún taugaskemmdir í kjölfar mænurótarstungu og síðan þá hefur hún átt erfitt með gang og allar daglegar athafnir. Hana vantar hjólastól og öll hjálpartæki sem gera henni kleift að lifa eðlilegu lífi, en til þess að fá slík tæki þarf hún undirskrift frá taugasérfræðingi. Það hefur þó reynst henni þrautinni þyngri. „Það liggja fyrir nokkrar beiðnir frá heimilislækni um hjálpartæki hjá Sjúkratryggingum en þeir segja það ekki fullnægjandi. Ég er búin að fá það staðfest hjá sjúkraþjálfurum, kírópraktorum og fleirum að það er ekkert annað sem kemur til greina en fá hjálpar- og æfingatæki,“ segir Hjördís. Hjördís segir að þrátt fyrir að erfitt sé að viðurkenna það að hún þurfi á hjálpartækjum að halda þá sé það henni lífsnauðsynlegt. „Nágranni minn sá mig brölta út í bíl fyrir tæpu ári síðan og sá það að mig vantaði aðstoð. Hann lánaði mér hjólastól frá eiginkonu hans heitinni, sem var bara blessun. Líf mitt breyttist umtalsvert. Stóllinn er hins vegar of lítill, er gamall og vantar á hann hlífar, haldföng og bremsur.“Nauðsynjar verði að vera í forgangiVerð á hjólastól hleypur á hundruðum þúsunda og er dagleiga á um þúsund krónur. Sú upphæð er ekki á hvers manns færi og segir Hjördís laun sín ekki dekka þann kostnað. Nauðsynjavörur verði að vera í forgangi. „Það sem skiptir máli er að eiga nóg fyrir börnin sín. Miðað við skuldir og annað þá er einfaldlega ekki í boði að taka á mig þennan aukakostnað.“„Heyri ítrekað að ég eigi að bíða eins og allir hinir“ Hjördís segist vera orðin langþreytt á þessari bið en hún á tíma hjá taugasérfræðingi 9.desember næstkomandi. Hún heldur í vonina að fá þá aðstoð sem hún þarf á að halda. „Ég opinbera þetta því ég heyri ítrekað að ég eigi að bíða eins og allir hinir. Þessi setning er föst í hausnum á mér og finnst það svo sárt og sorglegt og finn svo til fyrir alla hina sem þurfa jafnvel líka að skríða um gólfið heima hjá sér. Ég vil að þetta breytist og þetta verður að breytast,“ segir Hjördís og bætir við að hún óski þess að geta loks farið út fyrir hússins dyr með dóttur sinni og horft á hana leika sér og vaxa úr grasi.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira