Innlent

Lögregla leitar dekkjaþjófa

Atli Ísleifsson skrifar
Dekkin eru notuð og negld og í eigu bílaleigu í umdæminu.
Dekkin eru notuð og negld og í eigu bílaleigu í umdæminu. Vísir/Getty
84 dekkjum var var stolið úr gám á þjónustusvæði Keflavíkurflugvallar um helgina.

Lögregla leitar þjófanna, en í tilkynningu frá lögreglunni segir að dekkin, sem eru notuð og negld, séu í eigu bílaleigu í umdæminu.

„Gámurinn var ólæstur, en venjan hefur verið að leggja bifreið fyrir framan hann, þegar starfsmenn hættu vinnu á kvöldin. Það var ekki gert að þessu sinni og voru dekkin horfin þegar að var komið að morgni laugardagsins.

Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á umræddu svæði á tímabilinu frá kl. 23:00 á föstudagskvöldið sl. til kl. 08:00 á laugardagsmorgun, eða búa yfir öðrum upplýsingum um málið,  eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 420-1800,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×