Innlent

Hvað á barnið að vera lengi heima eftir veikindi?

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
„Ég skynjaði að skilaboðin frá hjúkrunarfræðingum, læknum og skólum voru oft misjöfn og ákvað þess vegna að útbúa þetta skjal,“ segir Ágúst Óskar Gústafsson, sérfræðingur í heimilislækningum og yfirlæknir heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum.

Oft leikur vafi á hvenær óhætt er að senda börn sín aftur í leik og starf eftir veikindi.  Læknisráð eru misjöfn eins og þau eru mörg og eflaust margar spurningar sem brenna á vörum foreldra. Nú hins vegar getum við hætt að efast því Ágúst tók sig til og hefur svarað öllum þessum spurningum fyrir fullt og allt.

Hann útbjó skjal í samráði við leikskóla- og skólastjóra og bar það að lokum undir Þórólf Guðnason barnalækni hjá Landlæknisembættinu sem gaf sitt álit og veitti skjalinu blessun sína. Skjalið hangir nú í flestum leikskólum og heilbrigðisstofnunum.

„Hver og einn gerir hlutina með sínu nefi en mér fannst ástæða til að finna leið til að koma okkur saman um eitthvað ákveðið verklag. Með þessu skapast ró og áhyggjur minnka,“ segir Ágúst.

Allar helstu spurningar skjólstæðinga hans er að finna á heimasíðu HSU og hvetur Ágúst alla foreldra til að prenta skjalið út og hafa það sér til hliðsjónar.

Skjalið má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×