Innlent

Framkvæmdir á Kringlumýrarbraut á morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá 9 í fyrramálið og fram eftir degi.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá 9 í fyrramálið og fram eftir degi. Vísir/Pjetur
Vegagerðin mun á morgun, miðvikudag, gera við malbik á Kringlumýrarbraut, rétt fyrir neðan gatnamót Kringlumýrarbrautar, Suðurlandsbrautar og Laugavegar, norðanmegin.

Ein akrein verður alltaf opin fyrir umferð meðan á framkvæmdunum stendur en áætlað er að þær hefjist klukkan 9 í fyrramálið og standi fram eftir degi.

Lögreglan biður vegfarendur um að taka tillit til þessa og virða merkingar á vinnusvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×