Ósvífni að halda því fram að heimilin borgi leiðréttinguna Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 19:30 Forsætisráðherra segir það ósvífinn málflutning að halda því fram að heimilin eigi sjálf að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum þeirra, eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt fram á Alþingi í dag. Þingflokksformaðurinn sagði ekki lengur talað um hrægammasjóði heldur ætti hækkun matarskatts og lækkun vaxtabóta að standa undir leiðréttingunni. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að forsætisráðherra væri hættur að tala um að hrægammasjóðir ættu að standa undir lækkun skulda heimilanna eins og hann hafi gert fyrir kosningar. Nú ættu heimilin sjálf að standa undir leiðréttingunni. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi á Alþingi í dag. Þá væri búið að draga úr vaxtabótum um 13 milljarða frá árinu 2011. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda því fram að heimilin séu betur sett eftir en áður? Að hér sé um einhverjar aðgerðir að ræða sem skipti sköpum um eiginfjárstöðu heimilanna eða hjálpi heimilunum við að ráða við sín mánaðrlegu útgjöld,“ spurði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Ólíkt fyrri ríkisstjórn sem hefði framkvæmt um tvö hundruð breytingar á skattkerfinu til hækkunar, hefði núverandi ríkisstjórn lækkað skatta sem yki kaupmátt allra heimila og skattlagt fjármálafyrirtæki sem fyrri stjórn hefði samkvæmt skattarökum vinstrimanna þá fært fjármálafyrirtækjum í sinni stjórnartíð. „Þannig að eftir þetta fjárlagafrumvarp rétt eins og eftir það síðasta verður fjármunum skilað til heimilanna. Fjörtíu milljörðum, fjörtíu milljörðum með frumvarpinu nú,“ sagði forsætisráðherra. „Það er ekki nema von að hæstvirtur forsætisráðherra missi stjórn á ´sér. Það að afnema vörugjöld á nuddpottum er ekki mótvægisaðgerð við hækkun á nauðsynjar eins og matvöru og húshitun, hæstvirtur forsætisráðherra, þótt það kunni að vera það í einhverjum kreðsum,“ sagði Helgi Hjörvar. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ósvífinn málflutning að halda því fram að heimilin eigi sjálf að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum þeirra, eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt fram á Alþingi í dag. Þingflokksformaðurinn sagði ekki lengur talað um hrægammasjóði heldur ætti hækkun matarskatts og lækkun vaxtabóta að standa undir leiðréttingunni. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að forsætisráðherra væri hættur að tala um að hrægammasjóðir ættu að standa undir lækkun skulda heimilanna eins og hann hafi gert fyrir kosningar. Nú ættu heimilin sjálf að standa undir leiðréttingunni. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi á Alþingi í dag. Þá væri búið að draga úr vaxtabótum um 13 milljarða frá árinu 2011. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda því fram að heimilin séu betur sett eftir en áður? Að hér sé um einhverjar aðgerðir að ræða sem skipti sköpum um eiginfjárstöðu heimilanna eða hjálpi heimilunum við að ráða við sín mánaðrlegu útgjöld,“ spurði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Ólíkt fyrri ríkisstjórn sem hefði framkvæmt um tvö hundruð breytingar á skattkerfinu til hækkunar, hefði núverandi ríkisstjórn lækkað skatta sem yki kaupmátt allra heimila og skattlagt fjármálafyrirtæki sem fyrri stjórn hefði samkvæmt skattarökum vinstrimanna þá fært fjármálafyrirtækjum í sinni stjórnartíð. „Þannig að eftir þetta fjárlagafrumvarp rétt eins og eftir það síðasta verður fjármunum skilað til heimilanna. Fjörtíu milljörðum, fjörtíu milljörðum með frumvarpinu nú,“ sagði forsætisráðherra. „Það er ekki nema von að hæstvirtur forsætisráðherra missi stjórn á ´sér. Það að afnema vörugjöld á nuddpottum er ekki mótvægisaðgerð við hækkun á nauðsynjar eins og matvöru og húshitun, hæstvirtur forsætisráðherra, þótt það kunni að vera það í einhverjum kreðsum,“ sagði Helgi Hjörvar.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira