Innlent

Jólin komin í IKEA

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend

Jólageit IKEA er löngu orðin fastagestur í Kauptúninu á þessum árstíma þar sem hún stendur keik vaktina á hólnum sínum til áramóta.

Geitin er rúmlega sex metra há og engin smásmíði, enda dugir ekki minna en kranabíll til að koma henni á sinn stað.

Þar trónir hún, skreytt þúsundum ljósa sem lýsa upp umhverfið þar til daginn fer að lengja aftur.

Jólaerillinn hefst snemma í IKEA og verslunin nú komin í jólabúning, bæði innan- og utandyra, og jólageitin skipar þar heiðurssess, enda jafn sænsk og IKEA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.