Innlent

870 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Tæplega 870 nemendur sem skráðir voru í nám í framhaldsskólum í upphafi vorannar 2014 hættu námi án þess að ljúka prófum í lok annarinnar. Þetta kemur fram í skýrslu menntamálaráðuneytisins um brotthvarf úr framhaldsskólum vorið 2014.

Alls var 247 nemendum vísað úr skóla vegna brota á skólareglum, sem er algengasta ástæða brotthvarfs. Gert er ráð fyrir að um sé að ræða nemendur sem ekki stóðust viðmið um reglur er varða mætingar.

Kallað var eftir upplýsingum í byrjun vorannar frá öllum framhaldsskólum um ástæður nemenda fyrir brotthvarfi. Þrjátíu skólar af þrjátíu og einum skiluðu inn niðurstöðum skráninga til ráðuneytisins í lok vorannar. Í kjölfarið var haft samband við alla nemendur sem hættu námi á önninni.  

Á vef menntamálaráðuneytisins segir að sjaldnast sé ein ástæða sem liggi að baki því að nemendur hætti í námi. Þó hafi verið óskað eftir að skráð yrði meginástæða fyrir brotthvarfi hvers og eins. Þá segir að upplýsingar um brotthvarf einstakra skóla, tegund náms eða skóla verða ekki birtar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×