Flókinn veruleiki á bak við það þegar nemendur hætta í skóla 17. október 2014 19:00 Haft var samband við alla þá sem hættu námi á vorönn og náms- og starfsráðgjafar skólanna mátu hver meginástæða væri fyrir brotthvarfi hvers og eins. Flestum hafði verið vikið úr skóla vegna slæmrar mætingar en þar að baki geta legið margvíslegar ástæður. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur hjá ráðuneytingu, segir reglur skólanna þó ekki vera of strangar. „Ég held ekki. Þær eru bara allt öðruvísi en í grunnskólanum. Þegar krakkar koma upp í framhaldsskóla þá koma þau úr umhverfi þar sem er hægt að hringja sig inn veikan og það er hægt að fara í frí með foreldrum til útlanda og annað og þetta er ekkert alls staðar hægt í framhaldsskólunum. Þau fá fjarvistir en viðmiðin eru samt það rúm að þau eiga að hafa svigrúm til þess að verða veik og fara til læknis og gera það sem þau þurfa að gera.“ Vandamálið liggi frekar í því að nemendur taki skólann og nám sitt ekki nægilega alvarlega. „Ég held bara að það þurfi að brýna betur fyrir krökkum að skóli er vinna og það þarf að mæta í hann eins og vinnu.“ Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði skrifar um þessar mundir doktorsritgerð um brottfall nemenda úr framhaldsskólum. „Það er yfirleitt einhver flókinn veruleiki á bak við það þegar krakkar hætta vegna þess að þau eru rekin eða standa sig ekki nógu vel í náminu eða eitthvað slíkt. Miklu flóknari en menn gera sér grein fyrir og það er oft erfitt að komast inn í hann og finna út á hvað hann gengur.“ 40% þeirra sem hættu í skóla á síðustu önn án þess að ljúka prófi voru yfir tvítugu en eins og fjallað hefur verið um í fréttum stendur nú til að takmarka aðgengi 25 ára og eldri inn í framhaldsskólana. „Mér finnst þetta í raun og veru bara styðja það sem við erum að gera. Það er fjöldinn allur af námsúrræðum fyrir þá sem eru orðnir 25 ára og við þurfum bara að skoða hvort annað námsumhverfi henti ekki betur þessum hópi,“ segir Kristrún. Tengdar fréttir 870 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum Algengasta ástæða brotthvarfs var vegna brota á skólareglum. 17. október 2014 10:10 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Haft var samband við alla þá sem hættu námi á vorönn og náms- og starfsráðgjafar skólanna mátu hver meginástæða væri fyrir brotthvarfi hvers og eins. Flestum hafði verið vikið úr skóla vegna slæmrar mætingar en þar að baki geta legið margvíslegar ástæður. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur hjá ráðuneytingu, segir reglur skólanna þó ekki vera of strangar. „Ég held ekki. Þær eru bara allt öðruvísi en í grunnskólanum. Þegar krakkar koma upp í framhaldsskóla þá koma þau úr umhverfi þar sem er hægt að hringja sig inn veikan og það er hægt að fara í frí með foreldrum til útlanda og annað og þetta er ekkert alls staðar hægt í framhaldsskólunum. Þau fá fjarvistir en viðmiðin eru samt það rúm að þau eiga að hafa svigrúm til þess að verða veik og fara til læknis og gera það sem þau þurfa að gera.“ Vandamálið liggi frekar í því að nemendur taki skólann og nám sitt ekki nægilega alvarlega. „Ég held bara að það þurfi að brýna betur fyrir krökkum að skóli er vinna og það þarf að mæta í hann eins og vinnu.“ Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði skrifar um þessar mundir doktorsritgerð um brottfall nemenda úr framhaldsskólum. „Það er yfirleitt einhver flókinn veruleiki á bak við það þegar krakkar hætta vegna þess að þau eru rekin eða standa sig ekki nógu vel í náminu eða eitthvað slíkt. Miklu flóknari en menn gera sér grein fyrir og það er oft erfitt að komast inn í hann og finna út á hvað hann gengur.“ 40% þeirra sem hættu í skóla á síðustu önn án þess að ljúka prófi voru yfir tvítugu en eins og fjallað hefur verið um í fréttum stendur nú til að takmarka aðgengi 25 ára og eldri inn í framhaldsskólana. „Mér finnst þetta í raun og veru bara styðja það sem við erum að gera. Það er fjöldinn allur af námsúrræðum fyrir þá sem eru orðnir 25 ára og við þurfum bara að skoða hvort annað námsumhverfi henti ekki betur þessum hópi,“ segir Kristrún.
Tengdar fréttir 870 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum Algengasta ástæða brotthvarfs var vegna brota á skólareglum. 17. október 2014 10:10 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
870 nemendur hættu námi án þess að ljúka prófum Algengasta ástæða brotthvarfs var vegna brota á skólareglum. 17. október 2014 10:10