Vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar Þ.Ó. í Brussel skrifar 18. október 2014 20:31 Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lýst því yfir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun ESB. Vísir / AFP Finnar og Hollendingar vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar, enda þótt nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB vilji að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Mikla athygli vakti í sumar þegar Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir að fimm ára hlé yrði gert á frekari stækkun ESB. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með þessari yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Breytt stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum hefur þó enn ekki verið samþykkt í helstu valdastofnunum þess. Ráðgert er að ný framkvæmdastjórn taki við í næsta mánuði, að því gefnu að Evrópuþingið staðfesti framkvæmdastjórnina á miðvikudaginn kemur. Það veltur þó mest á ráðherraráði ESB hvort fimm ára stækkunarstopp verði að veruleika, en ráðið er vettvangur ríkisstjórna aðildarríkja sambandsins, og getur í raun falið nýrri framkvæmdastjórn að haga málum með öðrum hætti en Juncker hefur mælt fyrir. Á fundi ráðherraráðsins í þessari viku voru stækkunarmál til umræðu. Í minnisblaði af fundinum, sem fréttastofa hefur undir höndum, er bókað að Finnar hafi - með stuðningi Hollendinga - mælt fyrir því að dyr Evrópusambandsins stæðu Íslendingum áfram opnar. Er Ísland þannig tekið út fyrir sviga annarra umsóknarríkja og lagt til að fimm ára stækkunarstopp eigi ekki við um Ísland. Ekki var hreyft við andmælum við þessari tillögu á fundinum, en athygli vekur að Hollendingar skuli nú styðja inngöngu Íslands í ESB. Þegar Icesave deilan var í algleymingi vildu Hollendingar, þvert á móti, að ESB sliti viðræðum við Íslendinga, en af þessu má vera ljóst að afstaða Hollendinga gagnvart Íslandi hefur gerbreyst. Alþingi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Finnar og Hollendingar vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar, enda þótt nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB vilji að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Mikla athygli vakti í sumar þegar Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir að fimm ára hlé yrði gert á frekari stækkun ESB. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með þessari yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Breytt stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum hefur þó enn ekki verið samþykkt í helstu valdastofnunum þess. Ráðgert er að ný framkvæmdastjórn taki við í næsta mánuði, að því gefnu að Evrópuþingið staðfesti framkvæmdastjórnina á miðvikudaginn kemur. Það veltur þó mest á ráðherraráði ESB hvort fimm ára stækkunarstopp verði að veruleika, en ráðið er vettvangur ríkisstjórna aðildarríkja sambandsins, og getur í raun falið nýrri framkvæmdastjórn að haga málum með öðrum hætti en Juncker hefur mælt fyrir. Á fundi ráðherraráðsins í þessari viku voru stækkunarmál til umræðu. Í minnisblaði af fundinum, sem fréttastofa hefur undir höndum, er bókað að Finnar hafi - með stuðningi Hollendinga - mælt fyrir því að dyr Evrópusambandsins stæðu Íslendingum áfram opnar. Er Ísland þannig tekið út fyrir sviga annarra umsóknarríkja og lagt til að fimm ára stækkunarstopp eigi ekki við um Ísland. Ekki var hreyft við andmælum við þessari tillögu á fundinum, en athygli vekur að Hollendingar skuli nú styðja inngöngu Íslands í ESB. Þegar Icesave deilan var í algleymingi vildu Hollendingar, þvert á móti, að ESB sliti viðræðum við Íslendinga, en af þessu má vera ljóst að afstaða Hollendinga gagnvart Íslandi hefur gerbreyst.
Alþingi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira