Innlent

Lögregla lýsir eftir ökutækjum

Atli Ísleifsson skrifar
Range Roverinn var án skráningarnúmera, en kann nú að vera með skráningarnúmerið ND-345.
Range Roverinn var án skráningarnúmera, en kann nú að vera með skráningarnúmerið ND-345. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum Range Rover Sport og tveimur 250cc bifhjólum, Yamaha og Husqvarna, en ökutækjunum var stolið frá Smiðjuvegi 9a í Kópavogi í gærkvöld eða nótt.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að Range Roverinn hafi verið án skráningarnúmera, en kann nú að vera með skráningarnúmerið ND-345 en því var einnig stolið á sama stað. Bíllinn var einnig á öðrum felgum en þeim sem sjást á myndinni.

„Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar ökutækin eru niður komin, eða geta veitt upplýsingar um málið að öðru leyti, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu, en upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ef einhver sér til ökutækjanna í umferðinni er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hringja tafarlaust í 112 svo hægt sé að bregðast við strax,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Uppfært 15:55

Að sögn lögreglu er Range Roverinn fundinn, en bifhjólanna er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×