Fótbolti

Lagerbäck: Leikurinn gegn Tyrkjum einn sá besti á 37 ára ferli mínum

Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins, segir að 3-0 sigur liðsins á Tyrkjum hafi verið ein besta frammistaða liðs undir hans stjórn.

Landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Lettlandi og Hollandi síðari í mánuðinum var tilkynntur í dag en liðið heldur utan til Lettlands eftir helgi.

„Ég myndi segja að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá allra besti á mínum 37 ára þjálfaraferli,“ sagði Lagerbäck og bætti við að afstaða leikmanna gerði honum auðvelt fyrir.

„Þetta eru allt saman atvinnumenn sem vilja koma heim og spila með íslenska landsliðinu. Þeir eru með frábært viðhorf og því er það afar auðvelt að vera þjálfari íslenska landsliðsins.“

„Nú þurfum við að koma þeim aftur niður á jörðina eftir sigurinn á Tyrklandi.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×