Borgarfulltrúi Framsóknar: Segir blaðamenn DV með greindarvísitölu undir stofuhita Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. október 2014 12:01 Guðfinna tjáði sig á kommentakerfi DV síðastliðna nótt. Vísir/Samsett mynd Guðfinna Guðmundsdóttir, annar borgarfulltrúa Framsóknar, lét gamminn geysa á kommentakerfi DV í nótt. „Það er allavega eitt öruggt í þessu lífi og það er það að DV er drasl,“ sagði Guðfinna og bætti svo við: „Svo þarf ég að fara fá prósentur frá DV, það er beinlínis ósanngjarnt að það skuli bara vera blaðamenn með greindarvísitölu undir stofuita [stofuhita] sem fái laun frá þessum merka fjölmiðli.“ Ummælin lét hún falla við frétt þar sem eiginmaður hennar, Svanur Guðmundsson, segist í samtali við blaðamann DV gera ráð fyrir því að eiginkona hans beiti sér fyrir hagsmunum fyrirtækis hans, Smáíbúða ehf., við lóðaúthlutun í borginni fyrir gámaíbúðir. Guðfinna segist í sömu frétt hins vegar ekki ætla að beita sér í málinu og að ummæli eiginmanns hennar hafi verið sett fram í öðru samhengi. Guðfinna segir jafnframt í kommentakerfinu að málið, það er varðandi lóðaúthlutun fyrir gámaíbúðir, hafi „dáið“ á síðasta kjörtímabili. Hún hafi reynt „að segja dv barninu frá því“ en að hann hafi verið „of vitlaus til að skilja þetta.“ Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV, segir ekkert að fréttinni og hann sjálfur hafi ekki rætt við Guðfinnu um þessa gagnrýni hennar, hún hafi eingöngu birst þarna í kommentakerfinu. Hann hefur að öðru leyti ekki mikið um framgöngu Guðfinnu að segja. „Ég held þetta lýsi best manneskjunni sjálfri.“En finnst þér í lagi að kjörinn fulltrúi í borginni tjái sig með þessum hætti um blaðamann ykkar? „Það er greinilega fullt af fólki á kommentakerfunum sem er ekki í lagi.“ Einn þeirra sem tjáð sig hefur um málið er Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri og framkvæmdastjóri DV. Hann segir á Facebook-síðu sinni meðlimi Framsóknar færa umræðuna á annað plan. „Sama hvað manni finnst um umkvörtunarefni Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ansi langt gengið að segja fólk vera með „greindarvísitölu undir stofuhita“ og kalla blaðamann „fífl“ og „vitlaust barn“. Það er vond tilfinning að lýðræðislega kjörnir fulltrúar skuli fara með umræðuhefðina niður í ræsið.“Nokkur kommenta Guðfinnu má sjá hér að neðan. ... Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Guðfinna Guðmundsdóttir, annar borgarfulltrúa Framsóknar, lét gamminn geysa á kommentakerfi DV í nótt. „Það er allavega eitt öruggt í þessu lífi og það er það að DV er drasl,“ sagði Guðfinna og bætti svo við: „Svo þarf ég að fara fá prósentur frá DV, það er beinlínis ósanngjarnt að það skuli bara vera blaðamenn með greindarvísitölu undir stofuita [stofuhita] sem fái laun frá þessum merka fjölmiðli.“ Ummælin lét hún falla við frétt þar sem eiginmaður hennar, Svanur Guðmundsson, segist í samtali við blaðamann DV gera ráð fyrir því að eiginkona hans beiti sér fyrir hagsmunum fyrirtækis hans, Smáíbúða ehf., við lóðaúthlutun í borginni fyrir gámaíbúðir. Guðfinna segist í sömu frétt hins vegar ekki ætla að beita sér í málinu og að ummæli eiginmanns hennar hafi verið sett fram í öðru samhengi. Guðfinna segir jafnframt í kommentakerfinu að málið, það er varðandi lóðaúthlutun fyrir gámaíbúðir, hafi „dáið“ á síðasta kjörtímabili. Hún hafi reynt „að segja dv barninu frá því“ en að hann hafi verið „of vitlaus til að skilja þetta.“ Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV, segir ekkert að fréttinni og hann sjálfur hafi ekki rætt við Guðfinnu um þessa gagnrýni hennar, hún hafi eingöngu birst þarna í kommentakerfinu. Hann hefur að öðru leyti ekki mikið um framgöngu Guðfinnu að segja. „Ég held þetta lýsi best manneskjunni sjálfri.“En finnst þér í lagi að kjörinn fulltrúi í borginni tjái sig með þessum hætti um blaðamann ykkar? „Það er greinilega fullt af fólki á kommentakerfunum sem er ekki í lagi.“ Einn þeirra sem tjáð sig hefur um málið er Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri og framkvæmdastjóri DV. Hann segir á Facebook-síðu sinni meðlimi Framsóknar færa umræðuna á annað plan. „Sama hvað manni finnst um umkvörtunarefni Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ansi langt gengið að segja fólk vera með „greindarvísitölu undir stofuhita“ og kalla blaðamann „fífl“ og „vitlaust barn“. Það er vond tilfinning að lýðræðislega kjörnir fulltrúar skuli fara með umræðuhefðina niður í ræsið.“Nokkur kommenta Guðfinnu má sjá hér að neðan. ...
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira