Fótbolti

Björn Bergmann tryggði Molde meistaratitilinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Björn Bergmann átti frábæru innkomu
Björn Bergmann átti frábæru innkomu vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark Molde sem lagði Viking 2-1 á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Björn Bergmann tryggði Molde þar með norska meistaratitilinn þegar fjórar umferðir eru eftir.

Molde er með 13 stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið lenti undir á 8. mínútu og var 1-0 undir í hálfleik.

Indriði Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Daníel Sverrisson léku allan leikinn fyrir Viking. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék fyrstu 68 mínúturnar og Jón Daði Böðvarsson fyrstu 86 mínúturnar.

Björn Bergmann kom inn á sem varamaður á 57. mínútu og sex mínútum síðar jafnaði Molde leikinn úr vítaspyrnu. Björn skoraði svo sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fimmta tap Viking í röð í deildinni en liðið er í 8. sæti með 32 stig. Molde er með þrettán stiga forystu þegar fjórar umferðir eru eftir og tólf stig í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×