Innlent

Reykjanesbraut lokuð vegna árekstrar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
 Árekstur varð á Reykjanesbraut við Ásbraut í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Tveir bílar skullu saman en meiðsl á fólki eru talin minniháttar.

Reykjanesbraut er lokuð á þessari stundu og er umferð beint um Ása- og Vallarhverfið. Ekki er ljóst hvenær vegurinn verður opnaður að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×