Innlent

Ég get hætt þegar ég vil hlaut Gullna lundann

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Pétur Björnsson, ítalski konsúllinn tók við verðlaunum.
Pétur Björnsson, ítalski konsúllinn tók við verðlaunum.
Ítalska kvikmyndin, Ég get hætt þegar ég vil, hlaut Gullna lundann í ár á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.

Í umsögn dómnefndar segir að myndin sé einstaklega skemmtileg ítölsk kómedía sem undirstriki fjölbreytileika Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, sem rúmar bæði tilraunakenndar kvikmyndir sem og svo farsælar kvikmyndir sem eru til þess fallnar að falla í kramið hjá stórum hópi fólks. Myndinni er leikstýrt af Sidney Sibilia og er fyrsta kvikmynd sem hann leikstýrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×