Innlent

Segja Icelandair bera flugmenn röngum sökum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Farþegar Icelandair sem fengu upplýsingar um að flug FI 540 þann 2. ágúst hefði verið fellt niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna fengu ekki réttar upplýsingar. Þetta kemur fram á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA).

Þar segir að deildarstjóri fyrirtækisins hefði látið þessar upplýsingar í té en þær séu alrangar. Flugmenn hafi verið í verkfalli í maí og hafi ekki verið í verkfallsaðgerðum síðan  kjarasamningur var undirritaður 21.maí síðastliðinn. „Ofangreind ástæða sem starfmaður þjónustueftirlits Icelandair gefur farþegum félagsins er því með öllu óskiljanleg og aðför að heilum hópi samstarfsmanna hans,“segir á vef FÍA.

„Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair, í ljósi þess að óvíst er hve margir aðrir en þeir sem leituðu til FÍA hafi fengið þessa skýringu á niðurfellingunni.“

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×