Töluverð andstaða við breytingar á áfengissölu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2014 18:20 Vilhjálmur Árnason óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Vísir/Anton Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira