Töluverð andstaða við breytingar á áfengissölu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2014 18:20 Vilhjálmur Árnason óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Vísir/Anton Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira