Segir stjórnsýslufræðing blindaðan af fortíðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2014 22:18 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ver ákvörðun flokksbróður síns og meðráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að flytja starfsemi Fiskistofu til Akureyrar í pistli á vefsíðunni Feykir.is í dag. Þar vísar Gunnar gagnrýni fræðasamfélagsins á bug og ásakar lektor við Háskóla Íslands um að láta pólitíska þátttöku sína hafa ráðandi áhrif á fræðilegt mat. „Ýmsir í höfuðborginni finna nú ákvörðun ráðherrans allt til foráttu. Talsmenn stéttarfélaga steyta hnefann m.a. BHM sem mótmælir harðlega,“ segir Gunnar. Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu hefur mætt töluverðum aðfinnslum – nú síðast þegar fréttir bárust af því að til stæði að greiða þeim starfsmönnum stofnunarinnar sem flyttust með henni norður þrjár milljónir króna í ríkisstyrk. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Háskóla Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar Tvö tilboð ráðherrans í raun engu breyta því að flutningur Fiskistofu sé svo afleit stjórnsýsla að það jaðri við skemmdarverk.Sigurbjörg Sigurðardóttir, stjórnsýlsufræðingur„Ákvörðunin sem núna er verið að taka er að fara út í umtalsverð útgjöld til að mæta kostnaði starfsfólks og þá er ekki talinn sá kostnaður sem fylgir því að flytja heila stofnun. Það er ekkert gefið í því að fólk fylgi stofnuninni, jafnvel þó því sé boðið einhverjir fjármunir. Þannig að þetta er áhætta og þetta er vond stjórnsýsla,“ sagði Sigurbjörg. Gunnar Bragi gefur lítið fyrir þessar gagnrýni í pistli sínum á þeim forsendum að Sigurbjörg sé „dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar“ og „stjórnarandstæðingur“ eftir að hafa setið í umbótanefnd flokksins. „Það er áberandi andúð hennar á ákvörðunin en köllum hlutina réttum nöfnum. Sá sem hefur setið í ábyrgðarstöðum fyrir Samfylkinguna er fremur óheppilegur álitsgjafi til að gefa faglegt álit á pólitískum andstæðingi sínum sérstaklega ef hann titlar sig stjórnsýslufræðing!,“ segir Gunnar í pistli sínum. Þá segir hann einnig: „Hvar hafa þessir varðmenn borgarstarfanna og álitsgjafar verið þegar við sem búum útiá landi bendum á þá gríðarlegu starfa og fólksflutninga sem átt hafa sér stað frá landsbyggðinni til Reykjavíkur,“ og bætir við ákalli til Bandalags Háskólamanna, BHM. „Landsbyggðarfólk afhendir tvær af hverjum þremur krónum sem það framleiðir til höfuðborgarinnar þar sem þær krónur eru m.a. nýttar til að ráða opinbera starfsmenn til vinnu. Ein króna af þessum þremur verður eftir úti landi,“ segir Gunnar og endar á orðunum: „Fleiri störfum þarf að skila.“ Pistil Gunnars í heild sinni má nálgast á síðu Feykis. Tengdar fréttir Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00 „Svo vond stjórnsýsla að það jaðrar við skemmdarverk“ Lektor í opinberri stjórnsýslu segir flutning Fiskistofu gera stofnuninni erfiðar um vik að sinna hlutverki sínu. 18. september 2014 19:30 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ver ákvörðun flokksbróður síns og meðráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að flytja starfsemi Fiskistofu til Akureyrar í pistli á vefsíðunni Feykir.is í dag. Þar vísar Gunnar gagnrýni fræðasamfélagsins á bug og ásakar lektor við Háskóla Íslands um að láta pólitíska þátttöku sína hafa ráðandi áhrif á fræðilegt mat. „Ýmsir í höfuðborginni finna nú ákvörðun ráðherrans allt til foráttu. Talsmenn stéttarfélaga steyta hnefann m.a. BHM sem mótmælir harðlega,“ segir Gunnar. Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu hefur mætt töluverðum aðfinnslum – nú síðast þegar fréttir bárust af því að til stæði að greiða þeim starfsmönnum stofnunarinnar sem flyttust með henni norður þrjár milljónir króna í ríkisstyrk. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Háskóla Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar Tvö tilboð ráðherrans í raun engu breyta því að flutningur Fiskistofu sé svo afleit stjórnsýsla að það jaðri við skemmdarverk.Sigurbjörg Sigurðardóttir, stjórnsýlsufræðingur„Ákvörðunin sem núna er verið að taka er að fara út í umtalsverð útgjöld til að mæta kostnaði starfsfólks og þá er ekki talinn sá kostnaður sem fylgir því að flytja heila stofnun. Það er ekkert gefið í því að fólk fylgi stofnuninni, jafnvel þó því sé boðið einhverjir fjármunir. Þannig að þetta er áhætta og þetta er vond stjórnsýsla,“ sagði Sigurbjörg. Gunnar Bragi gefur lítið fyrir þessar gagnrýni í pistli sínum á þeim forsendum að Sigurbjörg sé „dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar“ og „stjórnarandstæðingur“ eftir að hafa setið í umbótanefnd flokksins. „Það er áberandi andúð hennar á ákvörðunin en köllum hlutina réttum nöfnum. Sá sem hefur setið í ábyrgðarstöðum fyrir Samfylkinguna er fremur óheppilegur álitsgjafi til að gefa faglegt álit á pólitískum andstæðingi sínum sérstaklega ef hann titlar sig stjórnsýslufræðing!,“ segir Gunnar í pistli sínum. Þá segir hann einnig: „Hvar hafa þessir varðmenn borgarstarfanna og álitsgjafar verið þegar við sem búum útiá landi bendum á þá gríðarlegu starfa og fólksflutninga sem átt hafa sér stað frá landsbyggðinni til Reykjavíkur,“ og bætir við ákalli til Bandalags Háskólamanna, BHM. „Landsbyggðarfólk afhendir tvær af hverjum þremur krónum sem það framleiðir til höfuðborgarinnar þar sem þær krónur eru m.a. nýttar til að ráða opinbera starfsmenn til vinnu. Ein króna af þessum þremur verður eftir úti landi,“ segir Gunnar og endar á orðunum: „Fleiri störfum þarf að skila.“ Pistil Gunnars í heild sinni má nálgast á síðu Feykis.
Tengdar fréttir Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00 „Svo vond stjórnsýsla að það jaðrar við skemmdarverk“ Lektor í opinberri stjórnsýslu segir flutning Fiskistofu gera stofnuninni erfiðar um vik að sinna hlutverki sínu. 18. september 2014 19:30 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00
„Svo vond stjórnsýsla að það jaðrar við skemmdarverk“ Lektor í opinberri stjórnsýslu segir flutning Fiskistofu gera stofnuninni erfiðar um vik að sinna hlutverki sínu. 18. september 2014 19:30
„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30
Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57