Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Hjörtur Hjartarson skrifar 23. september 2014 19:45 Erlendur maður, búsettur á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Chaplas Menka er fæddur í Líberíu í Afríku en flúði borgarastríðið þar, ungur að árum. Fyrst fór hann til Ghana en fyrir 12 árum komst Menka til Ítalíu þar sem hann sem hann fékk hæli. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalarleyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mánaða fresti. Síðla kvölds, 10.september síðastliðinn segist Menka hafa verið að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og segist þurfa að afhenda honum bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkir að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem eftir skamma dvöl, honum er tilkynnt að hann sé handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn. Hann má ekki ýta mér inn og svo barði hann mig með kylfu. Hann kallaði á aðra lögreglumenn til að hjálpa sér við að ýta mér inn fyrir dyragættina. Þeir komu honum til hjálpar. Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumaðurinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér. Hann skar mig hér fjórum sinnum og ég fékk eitt stórt sár,“ segir Chaplas Menka. Hnífinn átti að nota til að losa plastbönd sem höfðu verið hert um ökkla Menka. Ekki vildi betur til en svo að hann hlaut nokkra djúpa skurði á fætinum í leiðinni. Svo mikið blæddi úr sárunum að nauðsynlegt þótti að kalla til sjúkrabíl sem flutti hann á spítala til aðhlynningar. Ummerkin á fötum Menka eftir átökin eru greinileg. Menka hefur ráðið sér lögmann til að leita réttars síns. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu. Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vistun í fangageymslu var nauðsynleg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maðurinn þurfti síðan að leita á sjúkrahús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Menka. Hreiðar segir það brot á mannréttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. „Sérhver maður sem er handtekinn á að fá vitneskju um það hver ástæða handtökunnar er. Það á að kynna honum með afdráttarlausum hætti að hann eigi rétt á að fá skipaðan verjanda til sín á lögreglustöðina. Eins að fá samband við einhvern sér nákominn til að láta vita hvar hann er. Þetta eru algild mannréttindi sem allir eiga að njóta.“ Hreiðar starfaði áður sem lögreglumaður í tvo áratugi. Hann segir það koma sér mjög á óvart að dreginn hafi verið upp hnífur í fangaklefa. Hann segist aldrei hafa kynnst máli í líkingu við það sem hér um ræðir.„Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“„Nú veit ég ekki nákvæmlega atburðarrásina, ég náttúrulega ennþá að skoða gögnin en það kemur mér á óvart að það séu eggvopn inni í fangaklefanum við þessar aðstæður,“ segir Hreiðar. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að atburðarrásin sem Menka lýsir sé í meginatriðum rétt. Að svo stöddu liggi hinsvegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hversvegna verið væri að handtaka hann. Menka hefur nú sótt um dvalarleyfi á Íslandi og ætlar um leið að freista þess að sækja bætur til ríkissins vegna þeirra áverka sem hann hlaut í umsjá lögreglunnar. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Erlendur maður, búsettur á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Chaplas Menka er fæddur í Líberíu í Afríku en flúði borgarastríðið þar, ungur að árum. Fyrst fór hann til Ghana en fyrir 12 árum komst Menka til Ítalíu þar sem hann sem hann fékk hæli. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalarleyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mánaða fresti. Síðla kvölds, 10.september síðastliðinn segist Menka hafa verið að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og segist þurfa að afhenda honum bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkir að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem eftir skamma dvöl, honum er tilkynnt að hann sé handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn. Hann má ekki ýta mér inn og svo barði hann mig með kylfu. Hann kallaði á aðra lögreglumenn til að hjálpa sér við að ýta mér inn fyrir dyragættina. Þeir komu honum til hjálpar. Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumaðurinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér. Hann skar mig hér fjórum sinnum og ég fékk eitt stórt sár,“ segir Chaplas Menka. Hnífinn átti að nota til að losa plastbönd sem höfðu verið hert um ökkla Menka. Ekki vildi betur til en svo að hann hlaut nokkra djúpa skurði á fætinum í leiðinni. Svo mikið blæddi úr sárunum að nauðsynlegt þótti að kalla til sjúkrabíl sem flutti hann á spítala til aðhlynningar. Ummerkin á fötum Menka eftir átökin eru greinileg. Menka hefur ráðið sér lögmann til að leita réttars síns. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu. Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vistun í fangageymslu var nauðsynleg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maðurinn þurfti síðan að leita á sjúkrahús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Menka. Hreiðar segir það brot á mannréttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. „Sérhver maður sem er handtekinn á að fá vitneskju um það hver ástæða handtökunnar er. Það á að kynna honum með afdráttarlausum hætti að hann eigi rétt á að fá skipaðan verjanda til sín á lögreglustöðina. Eins að fá samband við einhvern sér nákominn til að láta vita hvar hann er. Þetta eru algild mannréttindi sem allir eiga að njóta.“ Hreiðar starfaði áður sem lögreglumaður í tvo áratugi. Hann segir það koma sér mjög á óvart að dreginn hafi verið upp hnífur í fangaklefa. Hann segist aldrei hafa kynnst máli í líkingu við það sem hér um ræðir.„Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“„Nú veit ég ekki nákvæmlega atburðarrásina, ég náttúrulega ennþá að skoða gögnin en það kemur mér á óvart að það séu eggvopn inni í fangaklefanum við þessar aðstæður,“ segir Hreiðar. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að atburðarrásin sem Menka lýsir sé í meginatriðum rétt. Að svo stöddu liggi hinsvegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hversvegna verið væri að handtaka hann. Menka hefur nú sótt um dvalarleyfi á Íslandi og ætlar um leið að freista þess að sækja bætur til ríkissins vegna þeirra áverka sem hann hlaut í umsjá lögreglunnar.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira