Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Hjörtur Hjartarson skrifar 23. september 2014 19:45 Erlendur maður, búsettur á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Chaplas Menka er fæddur í Líberíu í Afríku en flúði borgarastríðið þar, ungur að árum. Fyrst fór hann til Ghana en fyrir 12 árum komst Menka til Ítalíu þar sem hann sem hann fékk hæli. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalarleyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mánaða fresti. Síðla kvölds, 10.september síðastliðinn segist Menka hafa verið að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og segist þurfa að afhenda honum bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkir að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem eftir skamma dvöl, honum er tilkynnt að hann sé handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn. Hann má ekki ýta mér inn og svo barði hann mig með kylfu. Hann kallaði á aðra lögreglumenn til að hjálpa sér við að ýta mér inn fyrir dyragættina. Þeir komu honum til hjálpar. Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumaðurinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér. Hann skar mig hér fjórum sinnum og ég fékk eitt stórt sár,“ segir Chaplas Menka. Hnífinn átti að nota til að losa plastbönd sem höfðu verið hert um ökkla Menka. Ekki vildi betur til en svo að hann hlaut nokkra djúpa skurði á fætinum í leiðinni. Svo mikið blæddi úr sárunum að nauðsynlegt þótti að kalla til sjúkrabíl sem flutti hann á spítala til aðhlynningar. Ummerkin á fötum Menka eftir átökin eru greinileg. Menka hefur ráðið sér lögmann til að leita réttars síns. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu. Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vistun í fangageymslu var nauðsynleg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maðurinn þurfti síðan að leita á sjúkrahús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Menka. Hreiðar segir það brot á mannréttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. „Sérhver maður sem er handtekinn á að fá vitneskju um það hver ástæða handtökunnar er. Það á að kynna honum með afdráttarlausum hætti að hann eigi rétt á að fá skipaðan verjanda til sín á lögreglustöðina. Eins að fá samband við einhvern sér nákominn til að láta vita hvar hann er. Þetta eru algild mannréttindi sem allir eiga að njóta.“ Hreiðar starfaði áður sem lögreglumaður í tvo áratugi. Hann segir það koma sér mjög á óvart að dreginn hafi verið upp hnífur í fangaklefa. Hann segist aldrei hafa kynnst máli í líkingu við það sem hér um ræðir.„Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“„Nú veit ég ekki nákvæmlega atburðarrásina, ég náttúrulega ennþá að skoða gögnin en það kemur mér á óvart að það séu eggvopn inni í fangaklefanum við þessar aðstæður,“ segir Hreiðar. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að atburðarrásin sem Menka lýsir sé í meginatriðum rétt. Að svo stöddu liggi hinsvegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hversvegna verið væri að handtaka hann. Menka hefur nú sótt um dvalarleyfi á Íslandi og ætlar um leið að freista þess að sækja bætur til ríkissins vegna þeirra áverka sem hann hlaut í umsjá lögreglunnar. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Erlendur maður, búsettur á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Chaplas Menka er fæddur í Líberíu í Afríku en flúði borgarastríðið þar, ungur að árum. Fyrst fór hann til Ghana en fyrir 12 árum komst Menka til Ítalíu þar sem hann sem hann fékk hæli. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalarleyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mánaða fresti. Síðla kvölds, 10.september síðastliðinn segist Menka hafa verið að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og segist þurfa að afhenda honum bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkir að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem eftir skamma dvöl, honum er tilkynnt að hann sé handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn. Hann má ekki ýta mér inn og svo barði hann mig með kylfu. Hann kallaði á aðra lögreglumenn til að hjálpa sér við að ýta mér inn fyrir dyragættina. Þeir komu honum til hjálpar. Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumaðurinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér. Hann skar mig hér fjórum sinnum og ég fékk eitt stórt sár,“ segir Chaplas Menka. Hnífinn átti að nota til að losa plastbönd sem höfðu verið hert um ökkla Menka. Ekki vildi betur til en svo að hann hlaut nokkra djúpa skurði á fætinum í leiðinni. Svo mikið blæddi úr sárunum að nauðsynlegt þótti að kalla til sjúkrabíl sem flutti hann á spítala til aðhlynningar. Ummerkin á fötum Menka eftir átökin eru greinileg. Menka hefur ráðið sér lögmann til að leita réttars síns. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu. Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vistun í fangageymslu var nauðsynleg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maðurinn þurfti síðan að leita á sjúkrahús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Menka. Hreiðar segir það brot á mannréttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. „Sérhver maður sem er handtekinn á að fá vitneskju um það hver ástæða handtökunnar er. Það á að kynna honum með afdráttarlausum hætti að hann eigi rétt á að fá skipaðan verjanda til sín á lögreglustöðina. Eins að fá samband við einhvern sér nákominn til að láta vita hvar hann er. Þetta eru algild mannréttindi sem allir eiga að njóta.“ Hreiðar starfaði áður sem lögreglumaður í tvo áratugi. Hann segir það koma sér mjög á óvart að dreginn hafi verið upp hnífur í fangaklefa. Hann segist aldrei hafa kynnst máli í líkingu við það sem hér um ræðir.„Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“„Nú veit ég ekki nákvæmlega atburðarrásina, ég náttúrulega ennþá að skoða gögnin en það kemur mér á óvart að það séu eggvopn inni í fangaklefanum við þessar aðstæður,“ segir Hreiðar. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að atburðarrásin sem Menka lýsir sé í meginatriðum rétt. Að svo stöddu liggi hinsvegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hversvegna verið væri að handtaka hann. Menka hefur nú sótt um dvalarleyfi á Íslandi og ætlar um leið að freista þess að sækja bætur til ríkissins vegna þeirra áverka sem hann hlaut í umsjá lögreglunnar.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?