Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Hjörtur Hjartarson skrifar 23. september 2014 19:45 Erlendur maður, búsettur á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Chaplas Menka er fæddur í Líberíu í Afríku en flúði borgarastríðið þar, ungur að árum. Fyrst fór hann til Ghana en fyrir 12 árum komst Menka til Ítalíu þar sem hann sem hann fékk hæli. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalarleyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mánaða fresti. Síðla kvölds, 10.september síðastliðinn segist Menka hafa verið að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og segist þurfa að afhenda honum bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkir að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem eftir skamma dvöl, honum er tilkynnt að hann sé handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn. Hann má ekki ýta mér inn og svo barði hann mig með kylfu. Hann kallaði á aðra lögreglumenn til að hjálpa sér við að ýta mér inn fyrir dyragættina. Þeir komu honum til hjálpar. Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumaðurinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér. Hann skar mig hér fjórum sinnum og ég fékk eitt stórt sár,“ segir Chaplas Menka. Hnífinn átti að nota til að losa plastbönd sem höfðu verið hert um ökkla Menka. Ekki vildi betur til en svo að hann hlaut nokkra djúpa skurði á fætinum í leiðinni. Svo mikið blæddi úr sárunum að nauðsynlegt þótti að kalla til sjúkrabíl sem flutti hann á spítala til aðhlynningar. Ummerkin á fötum Menka eftir átökin eru greinileg. Menka hefur ráðið sér lögmann til að leita réttars síns. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu. Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vistun í fangageymslu var nauðsynleg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maðurinn þurfti síðan að leita á sjúkrahús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Menka. Hreiðar segir það brot á mannréttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. „Sérhver maður sem er handtekinn á að fá vitneskju um það hver ástæða handtökunnar er. Það á að kynna honum með afdráttarlausum hætti að hann eigi rétt á að fá skipaðan verjanda til sín á lögreglustöðina. Eins að fá samband við einhvern sér nákominn til að láta vita hvar hann er. Þetta eru algild mannréttindi sem allir eiga að njóta.“ Hreiðar starfaði áður sem lögreglumaður í tvo áratugi. Hann segir það koma sér mjög á óvart að dreginn hafi verið upp hnífur í fangaklefa. Hann segist aldrei hafa kynnst máli í líkingu við það sem hér um ræðir.„Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“„Nú veit ég ekki nákvæmlega atburðarrásina, ég náttúrulega ennþá að skoða gögnin en það kemur mér á óvart að það séu eggvopn inni í fangaklefanum við þessar aðstæður,“ segir Hreiðar. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að atburðarrásin sem Menka lýsir sé í meginatriðum rétt. Að svo stöddu liggi hinsvegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hversvegna verið væri að handtaka hann. Menka hefur nú sótt um dvalarleyfi á Íslandi og ætlar um leið að freista þess að sækja bætur til ríkissins vegna þeirra áverka sem hann hlaut í umsjá lögreglunnar. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Erlendur maður, búsettur á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Flytja þurfti manninn með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Chaplas Menka er fæddur í Líberíu í Afríku en flúði borgarastríðið þar, ungur að árum. Fyrst fór hann til Ghana en fyrir 12 árum komst Menka til Ítalíu þar sem hann sem hann fékk hæli. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalarleyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mánaða fresti. Síðla kvölds, 10.september síðastliðinn segist Menka hafa verið að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og segist þurfa að afhenda honum bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkir að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem eftir skamma dvöl, honum er tilkynnt að hann sé handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku. Ég fékk aldrei að vita hana. Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neitað um þetta. Þeir ýttu mér bara inn. Hann má ekki ýta mér inn og svo barði hann mig með kylfu. Hann kallaði á aðra lögreglumenn til að hjálpa sér við að ýta mér inn fyrir dyragættina. Þeir komu honum til hjálpar. Ég hélt um dyrakarminn svo þeir gátu ekki ýtt mér inn. Lögreglumaðurinn notaði hníf til að skera í fótinn á mér. Hann skar mig hér fjórum sinnum og ég fékk eitt stórt sár,“ segir Chaplas Menka. Hnífinn átti að nota til að losa plastbönd sem höfðu verið hert um ökkla Menka. Ekki vildi betur til en svo að hann hlaut nokkra djúpa skurði á fætinum í leiðinni. Svo mikið blæddi úr sárunum að nauðsynlegt þótti að kalla til sjúkrabíl sem flutti hann á spítala til aðhlynningar. Ummerkin á fötum Menka eftir átökin eru greinileg. Menka hefur ráðið sér lögmann til að leita réttars síns. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu. Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vistun í fangageymslu var nauðsynleg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maðurinn þurfti síðan að leita á sjúkrahús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað,“ segir Hreiðar Eiríksson, lögmaður Menka. Hreiðar segir það brot á mannréttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. „Sérhver maður sem er handtekinn á að fá vitneskju um það hver ástæða handtökunnar er. Það á að kynna honum með afdráttarlausum hætti að hann eigi rétt á að fá skipaðan verjanda til sín á lögreglustöðina. Eins að fá samband við einhvern sér nákominn til að láta vita hvar hann er. Þetta eru algild mannréttindi sem allir eiga að njóta.“ Hreiðar starfaði áður sem lögreglumaður í tvo áratugi. Hann segir það koma sér mjög á óvart að dreginn hafi verið upp hnífur í fangaklefa. Hann segist aldrei hafa kynnst máli í líkingu við það sem hér um ræðir.„Hvernig má það vera að það sé dreginn upp hnífur inni í fangaklefa?“„Nú veit ég ekki nákvæmlega atburðarrásina, ég náttúrulega ennþá að skoða gögnin en það kemur mér á óvart að það séu eggvopn inni í fangaklefanum við þessar aðstæður,“ segir Hreiðar. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að atburðarrásin sem Menka lýsir sé í meginatriðum rétt. Að svo stöddu liggi hinsvegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neitað um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hversvegna verið væri að handtaka hann. Menka hefur nú sótt um dvalarleyfi á Íslandi og ætlar um leið að freista þess að sækja bætur til ríkissins vegna þeirra áverka sem hann hlaut í umsjá lögreglunnar.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira