Real Madrid skoraði átján mörk á einni viku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2014 15:00 Vísir/Getty Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58
Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00
Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01
Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15