Real Madrid skoraði átján mörk á einni viku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2014 15:00 Vísir/Getty Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Sjá meira
Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Sjá meira
Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58
Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00
Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01
Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15