Fótbolti

Gyan segist ekki hafa fórnað vini sínum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Asamoah Gyan fagnar marki sínu gegn Þýskalandi á HM í sumar.
Asamoah Gyan fagnar marki sínu gegn Þýskalandi á HM í sumar.
Asamoah Gyan, landsliðsfyrirliði Ghana í fótbolta, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekki myrt rapparann Castro og Janet Bandu, kærustu hans.

Castro og kærasta hans hurfu þann 6. júlí meðan þau voru í sumarfríi með Gyan í Ada í Suður-Ghana. Talið var að þau hefðu drukknað í sjóskíðaslysi, en lík þeirra hafa hins vegar ekki enn fundist og því fóru ýmsar sögusagnir í gang.

Samkvæmt einni þeirra átti Gyan, sem leikur með Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, að hafa fórnað vini sínum til að framlengja eigin fótboltaferil.

Á blaðamannafundi í dag sagði Kissi Agyabeng, lögmaður Gyan, að þessi saga ætti sér enga stoð í raunveruleikanum og gagnrýndi jafnframt fjölmiðla í Ghana harkalega fyrir umfjöllun þeirra um málið.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem Castro heitinn og Gyan taka lagið saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×