Fótbolti

Samba beittur kynþáttaníði í Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Varnarmaðurinn Christopher Samba, leikmaður Dinamo Moskvu, var beittur kynþáttaníði af stuðningsmönnum Torpedo Moskvu í grannaslag liðanna í rússnesku úrvalsdeildinni á dögunum.

Samba, sem lék áður með QPR og Blackburn, óskaði eftir því að spila ekki síðari hálfleikinn í leiknum sem fór fram á mánudagskvöld. Það kom þó ekki að sök þar sem að Dinamo vann leikinn, 3-1.

Knattspyrnusamband Rússlands brást við þessu með því að skylda Torpedo Moskvu að loka hluta áhorfendastúku sinnar í næsta leik liðsins.

Samba gekk í raðir Dinamo frá Anzhi síðastliðið sumar. Hann hefur skorað eitt mörk í sjö leikjum á tímbailinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×