Fótbolti

Knattspyrnuhetja reið vegna birtingar nektarmynda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Bandaríski markvörðurinn Hope Solo er óánægð með að nektarmyndum af þekktum konum vestanhafs hafi verið dreift um internetið í leyfisleysi.

Meðal þeirra mynda sem var stolið og dreift var af Solo sjálfri og tjáði hún sig um málið á Facebook-síðu sinni, líkt og má sjá hér fyrir neðan.

Hún er afar vinsæl í heimalandinu en Solo að baki 150 leiki með bandaríska landsliðinu og hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum. Hún er með 1,6 milljón fylgjenda á Facebook og 850 þúsund á Twitter.

„Það er afar leitt og miður að réttur svo margra kvenna hafi verið brotinn með ólögmætri dreifingu mynda sem voru í einkaeigu,“ skrifaði hún meðal annars. „Ég stend þétt að baki þeirra kvenna sem urðu fyrir barðinu í þessu máli og er að kanna leiðir til að standa vörð um mitt einkalíf.“

Þá bætir hún við að hún haldi enn fram sakleysi sínu í máli sem kom upp fyrr í sumar. Þá var hún handtekin og síðar kærð fyrir að slá til systur sinnar og frænda. Atvikið mun hafa átt sér stað í veislu á heimili hennar í júní síðastliðnum.

Solo var fyrirliði Bandaríkjanna er liðið vann 4-0 sigur á Mexíkó í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×