Fótbolti

Kolbeinn með þrennu | Klikkaði líka úr víti

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kolbeinn er kominn á bragðið
Kolbeinn er kominn á bragðið vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson fór mikinn fyrir Ajax sem skellti NAC Breda 5-2 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum.

Bakvörðurinn Richardo van Rhijn skoraði fyrsta markið fyrir Ajax á 27. mínútu og tveimur mínútum síðar komst Kolbeinn á blað. Kolbeinn bætti öðru marki við sjö mínútum fyrir hálfleik og staðan í hálfleik 3-0.

Kolbeinn klikkaði úr vítaspyrnu á elleftu mínútu seinni hálfleiks og fjórum mínútum síðar minnkaði Breda muninn í 3-1.

Joël Veltman jók forystu Ajax að nýju í þrjú mörk á 65. mínútu. Fjórtán mínútum fyrir leikslok minnkaði Breda muninn á ný í tvö mörk en Kolbeinn gerði endanlega út um leikinn einni mínútu fyrir leikslok með sínu þriðja marki.

Þetta voru fyrstu mörk Kolbeins á leiktíðinni en Ajax er með 15 stig í sjö leikjum. NAC Breda er með 8 stig í neðri hluta deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×