Innlent

Fréttamaður RÚV fær ekki að áfrýja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Páll Vilhjálmsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Páll Vilhjálmsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA
Hæstiréttur Íslands hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Önnu Kristínar Pálsdóttur, fréttamanns á RÚV, í meiðyrðarmáli gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara. Páll greinir frá þessu á bloggsíðu sinni í kvöld.

Anna Kristín stefndi Páli vegna færslu sem hann skrifaði á vefsvæði sitt um frétt sem Anna Kristín flutti á RÚV 16. júlí í fyrra. Þar sakaði Páll Önnu Kristínu um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins svo þau féllu betur að málstað ESB-sinna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Pál í maí síðastliðnum.

Páll greinir frá því að Hæstiréttur hafi hafnað beiðni Önnu Kristínar í bréfi til lögmanns hennar þann 22. september. Þá birtir hann álit sitt sem hann sendi Hæstarétti með rökstuðningi sínum á því hvers vegna málið ætti ekki að taka fyrir í Hæstarétti.

Uppfært: Þar sem miskabótakrafa Önnu Kristínar var 500 þúsund krónur en áfrýjunarfjárhæð 760 þúsund krónur þurfti Hæstiréttur að veita leyfi fyrir áfrýjun. Lögmaður Önnu Krisínar sótti um leyfi með greinagerð og skilaði Páll sömuleiðis greinagerð sem lesa má í heild sinni á bloggsíðu Páls. Var það niðurstaða Hæstaréttar að veita ekki áfrýjunarleyfi.


Tengdar fréttir

Frávísunarkröfu Páls hafnað

Páll Vilhjálmsson blaðamaður krafðist þess að meiðyrðamáli Önnu Kristínar Pálsdóttur fréttamanns á RÚV ohf á hendur sér yrði vísað frá dómi en því var hafnað nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×