Innlent

Stormur um allt land

vísir/gva
Veðurstofan og Almannavarnir vara við að vindhraði getið farið allt upp í 50 metra á sekúndu á þekktum vindasvæðum á Suður- og Vesturlandi í dag, en að mjög hvasst verði líka annarsstaðar á  landinu og mikil rigning suðaustanlands.

Það er semsagt stormspá fyrir allt landið  og líka á öllum 17 spásvæðum fyrir miðin og djúpin umhverfis landið. Fyrsta lægðin af þremur, sem eru á leið til landsins, gengur yfir í dag, sú næsta á morgun og sú þriðja á miðvikudag.

Lægðirnar verða allar krappar og koma fyrst upp að Suðvesturlandi. Tryggingafélög vara fólk við óveðrinu og benda því á að festa tryggilega alla lausamuni eins og trampólín og vera alls ekki á ferð með aftanívagna eða á húsbílum.

Þá er mest allur fiskveiðiflotinn kominn til hafna og horfa sjómenn fram á þriggja daga landlegu og auk þess má búast við töluverðri röskun á innanlandsflugi. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurfréttum  og fylgjast líka með á heimasíðu Veðurstofunnar áður en lagt er upp í lengri ferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×