Fótbolti

Bale óánægður með gervigrasið: Versti völlur sem ég hef spilað á

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gareth Bale, leikmaður velska landsliðsins.
Gareth Bale, leikmaður velska landsliðsins. Vísir/Getty
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid og velska landsliðsins, var óánægður með völlinn sem leikið var á í 2-1 sigri Wales á Andorra í gær í undankeppni Evrópumótsins.

Andorra komst óvænt í 1-0 í upphafi leiksins með marki úr vítaspyrnu en það var fyrsta mark sem Andorra hefur skorað í tæp fjögur ár.

Bale sá hinsvegar til þess að Wales fór heim með stigin þrjú en hann skoraði bæði mörk Wales í sigrinum, eitt með skalla og eitt úr aukaspyrnu.

Bale var vissulega létt eftir leikinn en hann gagnrýndi vallaraðstæður í samtali við BBC í Wales.

„Við vissum að þetta yrði erfitt og völlurinn gerði okkur gríðarlega erfitt fyrir en sem betur fer náðum við jöfnunarmarki strax og náðum sigurmarki undir lokin. Þessi völlur er sá versti sem ég hef spilað á og ég er bara glaður að fara héðan með þrjú stig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×