Segir frumvarpið boða nýjar og harðari áherslur Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2014 15:48 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. visir/styrmir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, er meðal þeirra sem eru ekki hrifnir af því sem birtist fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í gær en þar koma fram helstu áherslur stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Hér er augljóslega á ferðinni frumvarp sem boðar nýjar og harðari áherslur. Litla manninum og þeim sem minna mega sín er hér hreinlega ýtt til hliðar m.a. með niðurskurði til Vinnumálastofnunar og ekki síst með hækkunum á virðisaukaskatti á mat- og nauðsynjavöru,“ segir Árni Stefán Jónsson í tilkynningu frá SFR. Árni segir breytingar á virðisaukakerfinu í þá veru að hækka lægra þrepið úr 7% í 12% vera alvarleg tíðindi. „Þetta þýðir umtalsverða hækkun á matvöru og nauðsynjavörum. Lækkun efra þrepsins um rúmt % nær ekki að jafna það og heldur ekki lækkun á vörugjaldi. Mér sýnist forgangsröðin minna óþægilega mikið á árin á undan hruninu. Nauðsynjar hækka umtalsvert og það sem í raun gerist er að þeir efnaminnstu borga meira en lækkun á ísskápum og hljómflutningsgræjum kemur þeim ekki til góða. Þessar áherslur eru sannarlega ekki vænlegar sem innlegg inn í næstu kjarasamningsviðræður, en eins og fólk man þá eru flest félög með stutta samninga sem verða lausir snemma næsta vor.“ „Þá veldur niðurskurður á fjármunum til stofnana okkur einnig áhyggjum,“ segir Árni. Hann segir augljóst að miðað við þetta fjárlagafrumvarp megi búast við þó nokkrum uppsögnum hjá Umboðsmanni skuldara, Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnum. „Við vissum að einhver niðurskurður yrði í ljósi verkefnastöðu en þetta er stærra en við áttum von á. Þá undrar það mig að Skattrannsóknarstjóri skuli einnig vera í þessum hópi, en þar virðist eiga að skera mikið niður. Þetta finnst mér undarlegt í ljósi umræðu um skattsvik og undanskot og þær áherslur undanfarinna missera að reyna að ná sem best utan um þau mál.“ Að lokum segir Árni það með ólíkindum að enn og aftur skuli lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi er gerð tilraun til þess að greiða niður skuldir ríkisins til ríkisstarfsmanna. „Þetta verður að teljast forkastanlegt að ríkið víki sér undan ábyrgð sinni á skuldbindingum sínum til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna með þessum hætti.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, er meðal þeirra sem eru ekki hrifnir af því sem birtist fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í gær en þar koma fram helstu áherslur stjórnarinnar fyrir næsta ár. „Hér er augljóslega á ferðinni frumvarp sem boðar nýjar og harðari áherslur. Litla manninum og þeim sem minna mega sín er hér hreinlega ýtt til hliðar m.a. með niðurskurði til Vinnumálastofnunar og ekki síst með hækkunum á virðisaukaskatti á mat- og nauðsynjavöru,“ segir Árni Stefán Jónsson í tilkynningu frá SFR. Árni segir breytingar á virðisaukakerfinu í þá veru að hækka lægra þrepið úr 7% í 12% vera alvarleg tíðindi. „Þetta þýðir umtalsverða hækkun á matvöru og nauðsynjavörum. Lækkun efra þrepsins um rúmt % nær ekki að jafna það og heldur ekki lækkun á vörugjaldi. Mér sýnist forgangsröðin minna óþægilega mikið á árin á undan hruninu. Nauðsynjar hækka umtalsvert og það sem í raun gerist er að þeir efnaminnstu borga meira en lækkun á ísskápum og hljómflutningsgræjum kemur þeim ekki til góða. Þessar áherslur eru sannarlega ekki vænlegar sem innlegg inn í næstu kjarasamningsviðræður, en eins og fólk man þá eru flest félög með stutta samninga sem verða lausir snemma næsta vor.“ „Þá veldur niðurskurður á fjármunum til stofnana okkur einnig áhyggjum,“ segir Árni. Hann segir augljóst að miðað við þetta fjárlagafrumvarp megi búast við þó nokkrum uppsögnum hjá Umboðsmanni skuldara, Sérstökum saksóknara og Vinnumálastofnum. „Við vissum að einhver niðurskurður yrði í ljósi verkefnastöðu en þetta er stærra en við áttum von á. Þá undrar það mig að Skattrannsóknarstjóri skuli einnig vera í þessum hópi, en þar virðist eiga að skera mikið niður. Þetta finnst mér undarlegt í ljósi umræðu um skattsvik og undanskot og þær áherslur undanfarinna missera að reyna að ná sem best utan um þau mál.“ Að lokum segir Árni það með ólíkindum að enn og aftur skuli lagt fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi er gerð tilraun til þess að greiða niður skuldir ríkisins til ríkisstarfsmanna. „Þetta verður að teljast forkastanlegt að ríkið víki sér undan ábyrgð sinni á skuldbindingum sínum til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna með þessum hætti.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira