Fótbolti

Hólmbert þarf að bíða eftir tækifærinu hjá Bröndby

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hólmbert fagnar marki með U21 árs landsliðinu gegn Armeníu.
Hólmbert fagnar marki með U21 árs landsliðinu gegn Armeníu. vísir/anton
Danska úrvalsdeildarliðið Bröndby styrkti framherjasveit sína fyrir átökin í vetur á lokadögum félagaskiptagluggans og fékk meðal annars til sín Hólmbert Aron Friðjónsson á láni frá Celtic í Skotlandi.

Tveir öflugir framherjar; KennethZohore og SimonMakienok, yfirgáfu Bröndby eftir síðasta tímabil, en Zohore var á láni frá Fiorentina og Makienok var keyptur til Palermo. Thomas Frank, þjálfari Bröndby, líkir hinum hávaxna Hólmberti við þá.

„Hólmbert er eins og ef þú myndir setja þá tvo saman,“ segir Frank við danska knattspyrnuvefinn Bold.dk.

Þjálfarinn ætlar að gefa Hólmberti tíma til að aðlagast lífinu í Danmörku og verður Svíinn Johan Elmander, sem áður spilaði með Fulham í ensku úrvalsdeildinni, aðalframherji liðsins næstu vikurnar.

„Hólmbert stóð sig vel á æfingu á þriðjudaginn þar sem hann kláraði færin sín vel. Ef hann spilar eftir getu mun hann komast í byrjunarliðið, en það mun taka smá tíma. Við sjáum samt margt spennandi í honum.“

„Johan hefur byrjað vel og vonandi heldur hann áfram að skora á sunnudaginn. Hann verður bara sterkari og sterkari með hverjum deginum. Við höfum ekki enn séð það besta frá Johan,“ segir Thomas Frank.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×