Undirbúa hundrað megavatta virkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2014 20:26 Um fimmtíu manns starfa nú á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum við undirbúningsframkvæmdir vegna hundrað megavatta jarðvarmavirkjunar. Verktakar segja gesti verða hissa þegar þeir sjá öll umsvifin á svæðinu. Byrja þurfti á að leggja veg frá Húsavík inn á Þeistareyki til að bera alla þungaflutningana sem fylgja stórvirkjunum og þar er að koma bundið slitlag. Aðalframkvæmdasvæðið er hins vegar um tvo kílómetra frá gamla Þeistareykjabænum, - þar var brennisteinsnám stundað fyrr á öldum en búseta lagðist af fyrir 140 árum. En nú hefur aftur færst líf í svæðið. Landsvirkjun er að vinna í haginn ef ákvörðun skyldi verða tekin um að reisa kísilver á Húsavík, sem á að fá orkuna héðan frá Þeistareykjum. Alls starfa um fimmtíu manns nú á svæðinu á vegum fjögurra verktaka; Jarðboranir og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bora holur, Þ.S.-verktakar á Egilsstöðum leggja vatnsveitu en G. Hjálmarsson á Akureyri er með stærsta verkþáttinn, jarðvegsvinnu við væntanlegt stöðvarhús.Guðmundur Hjálmarsson forstjóri hafði lítinn tíma til að ræða við fréttamann.Vísir/Stöð 2Þetta er 300 milljóna verksamningur fyrir G. Hjálmarsson, sem er með 15 til 20 manns í vinnu á svæðinu. „Þetta hefur bara gengið vel,“ segir Hjálmar Guðmundsson, verkstjóri hjá G. Hjálmarsson ehf. „Það er samt mikið eftir, en vonandi verður haustið bara gott.“ Hjálmar segir það koma mörgum á óvart sem heimsækja svæðið hversu mikið sé um að vera, en allur undirbúningur miðast við að Landsvirkjun geti tekið ákvörðun um byggingu virkjunar með stuttum fyrirvara. Þar er beðið ákvörðunar þýska félagsins PCC um kísilver en búist er við henni í desember. Miðað við umsvifin á Þeistareykjum verður þó vart aftur snúið með það að þar rísi virkjun. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Um fimmtíu manns starfa nú á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum við undirbúningsframkvæmdir vegna hundrað megavatta jarðvarmavirkjunar. Verktakar segja gesti verða hissa þegar þeir sjá öll umsvifin á svæðinu. Byrja þurfti á að leggja veg frá Húsavík inn á Þeistareyki til að bera alla þungaflutningana sem fylgja stórvirkjunum og þar er að koma bundið slitlag. Aðalframkvæmdasvæðið er hins vegar um tvo kílómetra frá gamla Þeistareykjabænum, - þar var brennisteinsnám stundað fyrr á öldum en búseta lagðist af fyrir 140 árum. En nú hefur aftur færst líf í svæðið. Landsvirkjun er að vinna í haginn ef ákvörðun skyldi verða tekin um að reisa kísilver á Húsavík, sem á að fá orkuna héðan frá Þeistareykjum. Alls starfa um fimmtíu manns nú á svæðinu á vegum fjögurra verktaka; Jarðboranir og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bora holur, Þ.S.-verktakar á Egilsstöðum leggja vatnsveitu en G. Hjálmarsson á Akureyri er með stærsta verkþáttinn, jarðvegsvinnu við væntanlegt stöðvarhús.Guðmundur Hjálmarsson forstjóri hafði lítinn tíma til að ræða við fréttamann.Vísir/Stöð 2Þetta er 300 milljóna verksamningur fyrir G. Hjálmarsson, sem er með 15 til 20 manns í vinnu á svæðinu. „Þetta hefur bara gengið vel,“ segir Hjálmar Guðmundsson, verkstjóri hjá G. Hjálmarsson ehf. „Það er samt mikið eftir, en vonandi verður haustið bara gott.“ Hjálmar segir það koma mörgum á óvart sem heimsækja svæðið hversu mikið sé um að vera, en allur undirbúningur miðast við að Landsvirkjun geti tekið ákvörðun um byggingu virkjunar með stuttum fyrirvara. Þar er beðið ákvörðunar þýska félagsins PCC um kísilver en búist er við henni í desember. Miðað við umsvifin á Þeistareykjum verður þó vart aftur snúið með það að þar rísi virkjun.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira