Hámarksgreiðsla sjúklinga verði 120 þúsund á ári Hjörtur Hjartarson skrifar 14. september 2014 19:30 Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir nefndinni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á núverandi greiðsluþátttökukerfi sem sé allt of flókið. Búa verði til eitt kerfi fyrir alla, burtséð frá stétt og stöðu. „Þetta er í rauninni um 30-40 mismunandi greiðsluþátttökukerfi, sum með hámarki, önnur ekki. Kerfið er mjög illskiljanlegt og ekki nema örfáir menn sem skilja það til hlýtar,“ segir Pétur. En Pétur segir að það sé ekki eini hvatinn til þess að gera úrbætur. „Nei, vegna þess að það er ekkert hámark í núverandi kerfi þá er sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar o.s.frv. að þeir geta verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðundandi.“ Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér tillögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu sem verið sé að taka saman.„Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sérfræðingar, myndatökur eða rannsóknir að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“„Hvað er hámarkið í þínum huga?“„Ef ég hefði þessi gögn sem koma í næstu viku þá gæti ég sagt þér það en ég hugsa að það sé svona um 120 þúsund krónur á ári, 10 þúsund krónur á mánuði.“ En ef fyrirhugaðar breytingar verða ekki fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði þýða þær að ef einhver þarf að borgar minna þarf annar að borga meira. „Þá munum væntanlega þurfa að greiða fyrsta kostnað að fullu og því finnst mér að það verði að nást um það samstaða í nefndinni og í þjóðfélaginu að við viljum taka á okkur þann kostnað fyrir mikið veika og langveika,“ segir Pétur Blöndal. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir nefndinni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á núverandi greiðsluþátttökukerfi sem sé allt of flókið. Búa verði til eitt kerfi fyrir alla, burtséð frá stétt og stöðu. „Þetta er í rauninni um 30-40 mismunandi greiðsluþátttökukerfi, sum með hámarki, önnur ekki. Kerfið er mjög illskiljanlegt og ekki nema örfáir menn sem skilja það til hlýtar,“ segir Pétur. En Pétur segir að það sé ekki eini hvatinn til þess að gera úrbætur. „Nei, vegna þess að það er ekkert hámark í núverandi kerfi þá er sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar o.s.frv. að þeir geta verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðundandi.“ Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér tillögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu sem verið sé að taka saman.„Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sérfræðingar, myndatökur eða rannsóknir að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“„Hvað er hámarkið í þínum huga?“„Ef ég hefði þessi gögn sem koma í næstu viku þá gæti ég sagt þér það en ég hugsa að það sé svona um 120 þúsund krónur á ári, 10 þúsund krónur á mánuði.“ En ef fyrirhugaðar breytingar verða ekki fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði þýða þær að ef einhver þarf að borgar minna þarf annar að borga meira. „Þá munum væntanlega þurfa að greiða fyrsta kostnað að fullu og því finnst mér að það verði að nást um það samstaða í nefndinni og í þjóðfélaginu að við viljum taka á okkur þann kostnað fyrir mikið veika og langveika,“ segir Pétur Blöndal.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira