Hvítur minkur við Vesturlandsveg: „Eins og köttur sem vildi láta klappa sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 11:30 Minkurinn var með hvítan og þykkan feld og vel haldinn. Mynd/Lára Fanney Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney
Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38
Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11