Hvítur minkur við Vesturlandsveg: „Eins og köttur sem vildi láta klappa sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 11:30 Minkurinn var með hvítan og þykkan feld og vel haldinn. Mynd/Lára Fanney Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Lára Fanney Gylfadóttir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar hún keyrði Vesturlandsveginn og sá hvítan mink spóka sig í vegkantinum. „Ég var að keyra úr Mosfellsbænum þar sem ég bý og þegar ég er svona 50-60 metra frá hringtorginu við Korputorg sé ég hvítan mink upp í vegarkanti. Ég stoppaði bílinn og stökk út, reif upp símann og tók nokkrar myndir. Minkurinn var ótrúlega spakur og þegar ég kom fyrst út úr bílnum hljóp hann í áttina að mér. Ég komst því nokkuð nálægt honum en svo stökk hann inn í lúpínubeð og faldi sig þar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir að dýrið hafi verið mjög fallegt, með þykkan, hvítan og hreinan feld og þykkt skott. Augljóst var einnig að minkurinn væri vel haldinn.Lára Fanney Gylfadóttir vingaðist við mink í morgunsárið.Mynd/Lára FanneyHefur líklegast sloppið frá minkabúi „Hann var bara eins og köttur sem vildi láta klappa sér, svo spakur var hann. Ég þorði samt auðvitað ekki að koma við hann,“ segir Lára. Lára tekur það fram að hún hafi ekki séð ástæðu til að hringja á meindýravarnir. „Þetta var bara svo fallegt dýr, ég væri alveg til í að eiga það ef einhver nær að fanga það,“ bætir hún við hlæjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun eru hverfandi líkur á að um villt dýr sé að ræða. Þá er einnig ólíklegt að þarna hafi verið á ferð einhvers konar gæludýr í líkingu við mörð. Langmestar líkur séu á að hvítur minkurinn hafi sloppið frá minkabúi og sé þess vegna svona hreinn og vel haldinn.Minkurinn var ótrúlega spakur og taldi Lára að jafnvel gæti verið um gæludýr að ræða.Mynd/Lára Fanney
Tengdar fréttir Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38 Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Ungir og vitlausir minkar á ferli Rekstrarsviði meindýra Reykjavíkurborgar hefur að undanförnu borist fjöldi tilkynninga um minka sem eru að flækjast hingað og þangað um borgina. 8. september 2014 12:38
Minkur í bílakjallara Hörpu: "Þetta var fáránleg upplifun“ "Ég var aðallega að pæla í því hvort að lögreglan væri að koma til að handtaka skrýtnu konuna sem sæi sýnir í bílakjallara Hörpu.“ 7. september 2014 10:11