Árni Páll gagnrýndi stuðning Bjarna við innanríkisráðherra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2014 16:10 Bjarni talaði um að "endalausar hræringar“ hafi verið í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Vísir / Stefán Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stuðning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við áframhaldandi setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á ráðherrastóli eftir að aðstoðarmaður hennar var ákærður fyrir meintan leka á trúnaðargögnum. Sagði hann að löngu ljóst væri að Hanna Birna ætti að víkja úr embætti. Handahófskenndar breytingar „Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Að tryggja að ábyrgð fylgi valdi og hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Árni Páll og kallaði hann breytingarnar sem gerðar hafa verið á meðferð dómsmála handahófskenndar. „Formaður sjálfstæðisflokksins virðist ekki hafa ráðið við þá leið,“ sagði hann í framsögu sinni en vísaði þar til þess að Bjarni hafi ekki farið fram á afsögn Hönnu Birnu. Árni Páll var harðorður í garð Bjarna.Vísir / GVA Endalausar hræringar vinstristjórnarinnarBjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni Árna Páls og vék að ráðherrahrókeringum í síðustu ríkisstjórn, sem sá síðarnefndi sat í sjálfur um tíma, í tveimur mismunandi ráðherraembættum. Bjarni talaði um að fimmtán ráðherrar hafi setið í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þegar allt væri talið. „Af þessum fimmtán sátu aðeins tveir ráðherrar í sama ráðuneytinu undir sama heiti,“ sagði Bjarni og benti á að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar á ráðherraskipan síðustu ríkisstjórnar sem hann kallaði „endalausar hræringar“.Enn stendur til að leggja fram vantraustHelgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, upplýsti í umræðunni að enn stæði til að leggja fram vantraust á Hönnu Birnu. Beðið sé eftir því að rannsókn umboðsmanns Alþingis ljúki. Umboðsmaður tók málið upp að eigin frumkvæði í kjölfar frétta DV af fundum ráðherrans með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá upplýsti Helgi Hrafn einnig að flokkur hans hefði ráðfært sig við sérfræðinga um hvort hægt væri að leggja fram vantrauststillögu áður en rannsóknin klárast. Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi stuðning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við áframhaldandi setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á ráðherrastóli eftir að aðstoðarmaður hennar var ákærður fyrir meintan leka á trúnaðargögnum. Sagði hann að löngu ljóst væri að Hanna Birna ætti að víkja úr embætti. Handahófskenndar breytingar „Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Að tryggja að ábyrgð fylgi valdi og hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Árni Páll og kallaði hann breytingarnar sem gerðar hafa verið á meðferð dómsmála handahófskenndar. „Formaður sjálfstæðisflokksins virðist ekki hafa ráðið við þá leið,“ sagði hann í framsögu sinni en vísaði þar til þess að Bjarni hafi ekki farið fram á afsögn Hönnu Birnu. Árni Páll var harðorður í garð Bjarna.Vísir / GVA Endalausar hræringar vinstristjórnarinnarBjarni Benediktsson gaf lítið fyrir gagnrýni Árna Páls og vék að ráðherrahrókeringum í síðustu ríkisstjórn, sem sá síðarnefndi sat í sjálfur um tíma, í tveimur mismunandi ráðherraembættum. Bjarni talaði um að fimmtán ráðherrar hafi setið í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þegar allt væri talið. „Af þessum fimmtán sátu aðeins tveir ráðherrar í sama ráðuneytinu undir sama heiti,“ sagði Bjarni og benti á að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar á ráðherraskipan síðustu ríkisstjórnar sem hann kallaði „endalausar hræringar“.Enn stendur til að leggja fram vantraustHelgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, upplýsti í umræðunni að enn stæði til að leggja fram vantraust á Hönnu Birnu. Beðið sé eftir því að rannsókn umboðsmanns Alþingis ljúki. Umboðsmaður tók málið upp að eigin frumkvæði í kjölfar frétta DV af fundum ráðherrans með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Þá upplýsti Helgi Hrafn einnig að flokkur hans hefði ráðfært sig við sérfræðinga um hvort hægt væri að leggja fram vantrauststillögu áður en rannsóknin klárast.
Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira