Stjórnmálamenn nota fíkniefnalöggjöf til að bæta stöðu sína Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 21:45 Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira