Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Elimar Hauksson skrifar 16. febrúar 2014 20:00 „Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira