Innlent

Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. Drengurinn neitaði og málið var tilkynnt lögreglu. Þetta gerðist seinni partinn í gær og er í fjórða sinn á tveimur mánuðum sem reynt er að tæla barn í bíl í grennd við skólann.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Laugarnesskóla sendi foreldrum nemenda skólans. Fyrr í mánuðinum reyndi kona að tæla barn upp í bíl. Í janúar reyndu tveir menn að tæla börn í bíla og í bæði skiptin var þeim lofað sælgæti.


Tengdar fréttir

Reynt að lokka dreng upp í bíl

Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti.

Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar

Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Lögregla hefur aukið eftirlit við skólann.

„Þetta er óhuggulegt“

Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, ætlar að kanna hvort hægt sé að koma upp öryggismyndavélakerfi á skólalóðinni. Síðustu vikur hefur þrívegis verið reynt að tæla börn upp í bíl í grennd við skólann.

Kona reyndi að tæla barn upp í bíl

Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem fullorðinn einstaklingur gerir tilraun til þess að tæla unga nemendur við Laugarnesskóla upp í bíl til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×