Fótbolti

Leið yfir Alfreð í beinni útsendingu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður knattspyrnu, var heiðraður á galakvöldi hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á mánudaginn eins og Vísir greindi frá.

Þar fékk hann afhent verðlaunin fyrir að verða markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð, en hollenska markavélin Ruud van Nistelrooy afhenti Alfreð verðlaunin.

Alfreð var veikur en lét það ekki á sig fá og mætti á kvöldið sem var í beinni útsendingu. Hitinn frá ljósunum á sviðinu reyndist honum þó um megn, en Alfreð hneig niður í miðju viðtali við kynni kvöldsins.

Eftir að Alfreð hafði fengið smá aðhlynningu stóð hann upp og kláraði viðtalið eins og fagmaður.

Alfreð er meiddur og verður ekki með íslenska liðinu sem mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á þriðjudagskvöldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×