Fótbolti

Hólmfríður fór á kostum í stórsigri Avaldsnes | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mynd/Twitter
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk í 8-2 stórsigri Avaldsnes á Klepp í norska bikarnum í dag.

Hólmfríður lék eins og fyrr segir á alls oddi og skoraði fjögur mörk, en auk þess lagði hún upp eitt marka Avaldsnes.

Hólmfríður lék allan leikinn en með sigrinum er liðið komið í undanúrslit norska bikarsins. Hólmfríður var í leikslok valinn maður leiksins, en Jón Páll Pálmason þjálfar lið Klepp.

Hólmfríður var ekki valinn í landsliðshóp Freys Alexanderssonar í dag fyrir landsleiki kvennalandsliðsins í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×