Fótbolti

Sara Björk lagði upp mark í enn einum sigrinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Valli
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn í 2-1 sigri Rosengård á Krisianstads í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Elísa Viðarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstads, en Anja Mittag kom meisturunum í Rosengård yfir eftir stoðsendingu Söru Bjarkar.

Therese Björck jafnaði metin fyrir Kristianstads, en Ramona Bachmann tryggði Rosengård sigur í uppbótartíma.

Sara Björk og félagar eru í efsta sæti deildarinnar með níu stiga forystu. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstads sem situr í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×